föstudagur, september 30, 2005

Klukk

Jæja, gat nú skeð. Einhver leikur í gangi á netinu þar sem allir sem eru klukkaðir eiga að lista út 5 staðreyndir um sjálfa sig og ekki sakar ef það eru einhverjar sérvitringslegar staðreyndir, en hey, ég sérvitur!? Never...

1. Ég bursta alltaf tunguna þegar ég bursta tennurnar.
2. Einu sinni ætlaði ég aldrei í lífinu að eignast barn, hvað þá BÖRN.
3. Mér finnst tilhugsunin um að eignast annað barn alveg fín, en tilhugsunin um að þurfa að fara í blóðprufu... *hrollur*
4. Ég get ekki farið í WorldClass nema að fá MINN skáp í kvennaklefanum.
5. Ég þoli ekki skipulagsleysi, eins og það að Leifur vill geyma alla reikningana sína í hrúgu ofan í skúffu en ekki vel sorteraða inn í möppu og svo krumpast öll blöðin. Oh, fer í mínar fínustu sko.

En jæja, best að fara að undirbúa sófakartöflukvöld. Idolið loksins að byrja, jé, þetta verður gaman :)

Gréta.

fimmtudagur, september 29, 2005

Extra mikið koffín

Augun á mér eru í stíl við varalitinn í dag... Ég er svo þreytt að ég er alveg að mygla. Leifur þurfti endilega að leigja Sin City í gær og það er svo góð mynd að ég bara gat ekki sofnað yfir henni fyrr en í miðri mynd. Er þar af leiðandi með 3 bolla af tei mér við hönd hérna í vinnunni, allt með koffíni að sjálfsögðu :-) eða kannski ætti kallinn að vera 8-) Ég er öll að komast í gírinn núna.

María Rún þurfti endilega að taka upp á því að vakna kl.3 í nótt, *dæs* er alltaf að vakna á nóttunni núna við það að hún skríður af stað og snýr sér eitthvað út í horn og allt verður mega óþægilegt fyrir hana. Þá kemur eitthvað svaka kjökur og ég stekk upp til að bjarga málunum. Supermom, það er ég!

Ég er komin með þá kenningu að Superman sé upprunalega stæling af orðinu Supermom og að þetta sé einhver fantasía um það hvernig karlmenn myndu upplifa sjálfa sig ef þeir gætu gert það sem mömmur geta. Ég er alveg viss um það, síðan ég varð mamma get ég gert allt það sama og Súbbi, nema kannski fljúga, en ég get látið Maríu Rún fljúga :D

Nei, nei, bara svona pælingar hérna í kaffipásunni í vinnunni :P

Gréta.

miðvikudagur, september 28, 2005

Hoppiróla

Við fjölskyldan fórum í IKEA í dag og ætluðum að kaupa hillur undir dótið hennar Maríu Rúnar. Að sjálfsögðu voru þær ekki til, það er aldrei til nákvæmlega það sem mig langar til að kaupa í IKEA, skil þetta ekki. Jæja, anyway, þannig að við fórum bara í BabySam og keyptum hoppirólu í staðinn :) Vá, sló það í gegn eða hvað.

Svo komu Siggi og Edda í heimsókn með hana Önnu Katrínu og ég fékk að útsíbútsíast í henni alveg endalaust :) Já, við heimsóttum líka ömmu Rúnu í dag, vorum þarna með þær báðar, skvísurnar. Mér finnst María Rún orðin svo stór núna *stolt mamma*.

Annars hef ég nú ekkert að segja, er svo þreytt þessa dagana að ég man bara ekki neitt. Er t.d. alveg viss um að þegar ég settist niður fyrir framan tölvuna áðan að þá hafi ég ætlað að segja frá einhverju merkilegu hérna... Svona er þetta stundum, ég er eins og undin tuska, var t.d. búin að gleyma því áðan að ég er að fara að vinna kl.8 í fyrramálið og sendi Leif út í sjoppu að leigja video, ehehe, *andvarp*

Gréta - er að fara að sofna yfir vidjó :)

þriðjudagur, september 27, 2005

Framfarir

Jæja, það gerðist loksins í dag. María Rún getur núna officially velt sér yfir á magann og svo aftur til baka yfir á bakið! Vííí, geðveikt, það er búið að vera þokkalega skrítið að horfa upp á barnið sitt lenda í sjálfheldu við það eitt að snúa sér yfir á magann undanfarnar vikur :)

Annars er ekkert að frétta þannig lagað, bara crazy að gera í skólanum og fyrri tvö lokaprófin eru orðin óþægilega nálægt manni í tíma :( Ég er sko ekki einu sinni hálfnuð með bækurnar...

Herbergisframkvæmdirnar ganga líka fínt, við erum búin að mála og setja stórt teppi á gólfið til að gera aðeins hlýlegra þarna inni. Núna vantar bara eitt sett af barnahillum, festa upp borðann og hengja upp nokkrar fjölskyldumyndir til að fá lokatötsið. Já, reyndar á líka eftir að gera gardínurnar, en það er nú verkefni sem verður ekki farið í fyrr en eftir þessi tvö lokapróf sem verða núna um miðjan október. Í gær fór ég aðeins á flug og teiknaði upp breytingu á stofunni líka, ætlum að reyna að umstafla húsgögnunum til að fá fram nýtilegra rými (leikpláss fyrir Maríu Rún). En það er bara eitt herbergi í einu :) Þetta verður ekki fyrr en í október/nóvember sem við breytum stofunni.

Gréta.

sunnudagur, september 25, 2005

Einar Ben

Við fórum út að borða í gærkvöldi :) Amma Adda passaði Maríu Rún á meðan við Leifur fórum út að borða á Einari Ben með vinnufélögum hans. Strákarnir safna í einhvern sjóð í vinnunni og svo þegar hann er orðinn nógu stór er farið út að borða og konurnar teknar með. Ótrúlega gaman að komast svona út. Það að fara út að borða er sko ekki sjálfsagður hlutur fyrir fólk með 5 mánaða gamalt barn. Þannig að við vorum nú ekki að spara okkur, fengum fordrykk, forrétt, aðalrétt og eftir-drykk :) ...eða aðallega ég, Leifur var að keyra.

Svo erum við að taka íbúðina aðeins í gegn. Byrjuðum á svefnherberginu. Fyrst var ég að spá í að hengja bara upp nokkrar myndir og setja borða á vegginn til að skreyta aðeins... staðan núna er að það er búið að mála herbergið, kaupa borða og panta mömmu í gardínusaum ASAP, auk þess sem við keyptum teppi á gólfið og ætlum að fá hillur fyrir dótið hennar Maríu og já, nýjar græjur líka. Kominn tími á að leyfa fermingargræjunum að fara að hvíla sig aðeins :D Þetta er alltaf svona þegar við förum af stað, getum ekki gert bara eitthvað smá, hehe. En ég er nú bara nokkuð ánægð með þetta hjá okkur, ég meina, þetta herbergi var bókstaflega byrjað að mygla, þannig að það veitti nú ekki af málningu og smá spasli á 2-3 staði. Ég er að taka fyrir og eftir myndir, set það inn þegar allt er tilbúið :)

En já, best að halda áfram að læra, gengur alltaf svo hægt að læra á sunnudögum, ömurlega leiðinlegt að gera verkefni þá :(

Gréta.

föstudagur, september 23, 2005

17 merkur!

Jæja, þá er Hildur búin að eiga. Átti 17 marka strák. "VÓ" var það sem fór í gegnum minn huga. En ég óska Hildi og Einari innilega til hamingju með "litla" prinsinn, verður vonanadi ofur-nörd eins og pabbi sinn ;)

Hjá okkur er allt það fína að frétta. Ég er að prófa nýjungar í matarframboði, keypti epladjús, sveskjumauk og ferskjumauk í dag. Til að gera langa sögu stutta sló epladjúsinn ekki beint í gegn... María Rún orgaði svo svakalega að það hefði mátt halda að hún hefði dottið og fengið gat á hausinn. En það var allt í lagi, ég drakk bara djúsinn :) Spara þá epladjúsinn í 1-2 vikur og prófa svo aftur. Leifur prófaði svo ferskjumaukið áðan en hún vildi það eiginlega ekki heldur. Svona gengur þetta stundum, bara akkúrat ekki neitt.

Svo var ég eitthvað að skoða myndaalbúmið okkar og viti menn, enn og aftur fattaði ég að það er ár og dagur frá síðustu framköllun. Þannig að ég sendi 80 MB af myndum í framköllun áðan :D Það var svo mikið álag á kerfið að senda allt þetta gagnamagn að ég þurfti 6 tilraunir til að koma myndum yfir Atlantshafið í framköllun og þurfti að restarta tölvunni og allt.

Í kjölfarið fór ég eitthvað að kíkja á tölvuna, ákvað meira að segja að splæsa 20 dollurum í vírusvörn, eitthvað Spyware Doctor. Og bara vá, þetta er svo öflugt að það er bara varla að ég sjálf fái að vinna í tölvunni, hvað þá einhverjir aðrir úti í heimi. Doctorinn byrjaði nú á því að hreinsa út einhver 525 "vandamál" og tjékkar svo á 15 sek. fresti hvort ekki sé allt í lagi og hvort einhver sé að reyna að senda eitthvað inn til mín... og það er bara scary mikið get ég sagt ykkur, alltaf að koma upp eitthvað "þessi auglýsandi er að reyna að troða sér inn, á að blocka viðkomandi?" Jéé, alvöru stöff :)

Gréta.

fimmtudagur, september 22, 2005



Ég bauð ömmu Dóru í bíltúr í dag upp á Skaga að kíkja á nýju prinsessuna. Auðvitað var það bara yfirhylming svo ég kæmist sjálf uppeftir til að halda meira á litlu frænku :D Nei, nei, smá djók. Gaman að því að amma vann einmitt á fæðingadeild Landspítalans í meira en 2 áratugi hérna í gamla daga og sagði mér fullt af sögum af því þegar hún var að vinna. Núna finnst manni auðvitað þvílíkt hallærislegt hvernig allt var í gamla daga, enginn mátti neitt, ekki einu sinni hafa börnin hjá sér. En það er nú svosem ýmislegt sem mætti bæta í dag og vonandi get ég sagt Maríu Rún það þegar hún á sitt fyrsta barn að hlutirnir hafi nú batnað. T.d. fæðingarorlofið og svona, náttúrulega algjörlega úr takt við allt að vera að miða við einhver laun 2 ár aftur í tímann, sérstaklega ef maður er búinn að vera í námi og að það sé alveg rakið dæmi að fæðingarorlofið muni ekki duga fyrir mánaðarreikningunum og hvað þá fæði... ótrúlegt.

En hún Anna Katrín var bara í góðum gír hjá mömmu sinni og pabba, hún var ekki lengur lítil, krumpuð og sjúskuð því í dag var hún böðuð. Þannig að hún er bara lítil og krumpuð núna. Svo næst verður hún örugglega bara lítil og ekkert krumpuð og svo þar á eftir verður hún ekki einu sinni lengur lítil, svona breytast börnin nú hratt :)

En jæja, best að fara að horfa á íslenska Bachelorinn, örugglega eitthvað sem allir eiga eftir að fylgjast með svo ég verð að vera umræðuhæf í föstudagskaffinu í vinnunni á morgun!

Gréta.

Nýr splúnkari!

Jæja, það gerðist í gær. Siggi bró og Edda eru komin með litla dóttur :D Hún var 12 merkur og 49 cm við fæðingu. Við mamma fórum upp á Skaga að kíkja á litlu dúlluna og bara vá, ég held að koddinn minn sé þyngri en hún. Hún er alveg pínu ponsu dúlla og ég ætlaði bara aldrei að geta skilað henni aftur til foreldranna eftir að ég fékk að prófa að halda á henni :) Fæðingin gekk vel og allir eru svaka happy. Hún er mas. komin með nafn litla daman, Anna Katrín Sigurðardóttir. Æðislegt.

Svo kíktum við að sjálfsögðu aðeins á frændur okkar þá Nóa og Kolbein. Kolbeinn tók upp á því í fyrradag að byrja að skríða út um allt, bara snéri sér við og vííí, af stað. Svona gerist þetta á sumum bæjum :) Gaman að kíkja svona á fjölskylduna, leiðinlegt hvað ég hef allt of lítinn tíma í svona lagað þessa dagana.

Gréta.

þriðjudagur, september 20, 2005

Haglél

Er það furða að ég sé búin að vera með gæsahúð í allan morgun, það kom þvílíka haglélshrynan hérna í 101 rétt í þessu :( Og það er rétt september! Ég þarf greinilega að fara að undirbúa veturinn, kaupa ullarnærföt á Maríu Rún og nýja húfu.

Við fórum með hana í 5 mánaða skoðunina í morgun. Ótrúlegt hvað hún er orðin stór, búið að togna helling úr henni (orðin 64 cm) og er alveg að detta í 7 kg :) Svo fékk hún sprautu og stóð sig alveg eins og hetja, tók ekki einu sinni eftir sprautunni þó það hafi blætt smá eftir nálina.

Svo fengum við einhverja 20 bæklinga um alls konar hluti, m.a. um öryggi á heimilinu og í stuttu máli er allt að sem getur verið að hjá okkur :( Veit ekki alveg hvar skal byrja við að koma öryggismálunum á hreint.

En jæja, ætla að reyna að vera dugleg að lesa á meðan snúllan fær sér bjútí blundinn.

G.

Langir mánudagar

Djí, klukkan alveg að verða tvö... Er alltaf að gera verkefni í skólanum. Það er svo mikið að gera í verkefnunum að ég kemst ekkert áfram í lestrinum. Var t.d. að sjá það í fyrirlestri í dag að ég er heilum 8 köflum eftir á :( Kræst...

Ég er ótrúlega hagsýn húsmóðir, er búin að finna allar dóta-jólagjafirnar í ár. Allt verslað inn í gegnum Amazon, 15 gjafir á 8.500, ansi gott finnst mér (svona miðað við að ég var alveg að finna eitthvað flott dót). Reyndar vantar sendingakostnað og svona ofan á þetta, þannig að þetta á eftir að standa í ca.16.000 komið til landsins. Goodie.

Það hefur ekkert heyrst frá Sigga bró eða Hildi, en það er von á kríli hjá þeim í þessari viku. Ég bíð spennt eftir að fá sms any time now.

Af okkur er annars allt ágætt að frétta. Það er komið upp nýtt "vandamál". María er búin að læra að velta sér af bakinu yfir á magann og finnst það alveg æðislega gaman. Bara smá vesen, hún kann ekki að fara aftur til baka. Og það er alveg skelfilegt að reyna að fá hana til að fara að sofa þessa dagana! Hún hefur m.a.s. vakið sjálfa sig upp um miðja nótt með því að snúa sér. Ótrúlega ekki vinsælt hjá mömmu gömlu sem langar að sofa á nóttunni :P

Jæja, best að fara að koma sér í bólið.

Gréta.

föstudagur, september 16, 2005

Dial up

Yess, búin að finna ókeypis Internet tengingu! Reyndar eldgamlat dial-up númer sem gefur mér heila 48 Kbps tengingu... veit ekki alveg hvort það er þess virði að segja upp ADSL áskriftinni fyrir þetta þó ég skoði yfirleitt bara póst hérna heima. Það er svona, er nefninlega að druslast með laptop hingað heim úr vinnunni og netlaus tölva nú til dags er bara... tja, já, hvað er það eiginlega? Var að sjá fyrir mér að ég gæti kúrt hérna í sófanum og verið á netinu um leið og ég horfi á sjónvarpið, en ég þarf að finna einhvern tölvugaur sem getur hjálpað mér að boozta aðeins tenginguna ;) (Stefán, langar þig ekki að koma í kaffi?).

Er búin að opna fyrir commentin aftur, en það þarf að skrifa inn texta sem birtist á mynd svo commentið fari í gegn. Annars voru nú ekkert svo margir að commenta, aðallega að fólk commenti bara í eigin persónu, en það er líka gaman :)

Heyrðu, heldurðu ekki að það hafi strákur mætt í rassatímann hjá okkur stelpunum í dag!? Við vorum 30 í tímanum og hann eini strákurinn, honum fannst svaka gaman! Ég held að hann ætli að mæta aftur næsta föstudag.

Jæja, best að fara að lúlla núna, ætla að reyna að mæta í yogatíma í fyrramálið.

Gréta.

fimmtudagur, september 15, 2005

Back in business

Ég er byrjuð að mæta aðeins aftur í vinnuna. Það má meira kalla það heimsóknir heldur en einhverja hard core vinnu, ég mæti fyrir hádegið á fimmtudögum og kannski á föstudögum líka ef það eru einhver verkefni á lausu. En það er ágætt að komast aftur á vinnumarkaðinn :) Sérstaklega á föstudögum, þá er föstudagskaffi í vinnunni ;)

Svo reyni ég að fara þrisvar í viku í World Class, þar af tvisvar í rassatíma fyrir konur. Svona tímar sem byggja á gamla góða aerobick-inu, alveg án palla (ég myndi nú bara hálsbrjóta mig ef þeir væru notaðir) og svo fullt af kvennsum að hrista af sér skvabbið. Á laugardagsmorgnum er ég svo í fríi frá mæðrahlutverkinu, fer og skokka alveg í klukkutíma og slappa svo af í gufunni í amk. 20 mín *ahhh* ekkert smá notalegt eftir mjög tens vikur eins og þær eru núna á meðan skólinn er í full swing.

Það má segja að helgin hafi kíkt í heimsókn til mín í dag. Ég reyni að hafa fimmtudaga taka-til-daga til að það sé ekki allt í drasli yfir helgina þegar maður vill vera að slappa af, en nei, það var sko nenni-ekki-neinu-dagur í dag. Við María lögðum okkur alveg í 2 tíma og svo var ég alveg til kl.18:30 að safna í mig kjarki til að ryksuga... og þar með var það búið. Eða, jú, ég henti líka öllum gömlu dagblöðunum. Þannig að það verður bara skítugir-sokkar-út-um-alla-íbúð-helgi núna :P Maður kippir sér nú ekki upp við það.

Gréta.

þriðjudagur, september 13, 2005

Gengið

Hvernig er hægt að hafa svona mikið að gera? *svitn* Ég var til kl.2.30 að gera verkefni aðfaranótt mánudags og svo til miðnættis í gær að gera verkefni líka. Þetta var verkefni um skattauppgjör fyrirtækja, svaka gaman :) Já, það er til skrítið fólk sem hefur gaman að skattamálum og ársreikningum. Svoleiðis fólki er safnað saman á viðeigandi stofnanir sem oft bera vinnuheitið endurskoðendastofur...

Það þýðir ekki annað en að reyna að hafa gaman að því sem maður er að gera, ég trúi því að það sé einn af lyklunum að lífshamingjunni, að finna starf sem maður getur unnið starfsins vegna, ekki bara til að eiga fyrir reikningum.

Annars er bara búið að vera nokkuð gaman í skólanum núna undanfarið. Var í fyrirlestri í gær hjá manni sem vinnur í Landsbankanum. Hann er að kenna okkur allt um alþjóða fjármálamarkaði og gengi krónunnar og svona. Hélt þrumandi fyrirlestur um það að nú væri sko allt hagkerfið á suðupunkti og færi til helvítis strax á næsta ári, það hvarflaði að manni að rjúka út í banka og kaupa dollara til að bjarga eigin skinni ef þjóðarskútan skyldi nú endanlega sökkva... En svo er auðvitað Dabbi kominn í brúna í Seðlabankanum, allt getur gerst! Bara spenna í fjármálaheiminum, allir að veðja á það hvernig vaxtastigið á Íslandi muni þróast á næstu mánuðum. Undarlegt þegar maður situr í fyrirlsestri þar sem annað hvert orð er eitthvað "hagvísitölur", "verðbólga", "stýrivextir" og álíka hlutir að þá náði þessi maður bara að vekja almennan áhuga og umræður í hópnum, og það gerist nú ekkert svakalega oft.

Í morgun var svo sjónvarpsstjóri Skjás 1 að segja okkur frá launakvatakerfum í fyrirtækjum og hvernig allt er keyrt á bónusum í auglýsingasölu hjá sjónvarpsstöðvum. Gaman að því, fegin er ég að vera ekki sölumaður, allt of mikið stress. Menn eru að brenna út í starfinu á svona 6-7 árum, nei, það er sko ekki fyrir mig. Svo sagði hann okkur líka að þeir séu með pælingar um að endursýna vinsælustu þættina sína alltaf á laugardagskvöldum núna í vetur, mér líst vel á það, ekki eins og ég hafi tíma til að horfa á virkum dögum þetta misserið.

Jæja, þarf að fara að lesa.
Gréta.

föstudagur, september 09, 2005

Miss Stíbblínose

Jæja, nú er María komin með all svakalegt kvef, varla að hún geti andað eðlilega
:( Hún er reyndar ekki alveg komin á sama stig og Þórhildur frænka sín sem er alveg græn í framan af hori, en hún gæti nú endað þannig, það snörlar svo mikið í nefinu á henni. Ég er einmitt á leiðinni út í apótek núna að tjékka á svona nef-sugu því ekki getur þetta litla grey snýtt sér.

Það var ekki hugmyndin hjá mér að vera með pólitískar skoðanir á þessari síðu en ég get bara ekki orða bundist yfir nýjustu hræringum í stjórnmálaheiminum. Hvað er eiginlega með það að Seðlabankinn sé bara eitthvað viðurkennt elliheimili fyrir útbrunna stjórnmálakarla? Almáttugur, við erum að tala um fjármál þjóðarinnar sem er stjórnað þarna og mér finnst bara algjört lágmark að bossinn þar á bæ sé eitthvað menntaður í hagfræði og efnahagsmálum, en nei, nei, Dabba vantaði eitthvað pláss til að bústa ellilífeyrinn sinn þegar þar að kemur, að sjálfsögðu fékk hann bara forstjórastólinn. Ekkert athugavert við það... Jésús minn einasti.

Leiter,
Gréta.

þriðjudagur, september 06, 2005

Spenningur

Það er ekki laust við það að ég hafi beðið spennt undanfarna daga eftir litlu frænku :) Allt stefndi í það að það ætti að setja hana Eddu af stað vegna gruns um að barnið þeirra Sigga væri ekki að fá næga næringu í gegnum fylgjuna. En nákvæm fylgjuskoðun í dag leiddi annað í ljós þannig að gangsetning var sett on hold. Reyndar vita þau ekkert kynið á barninu en að sjálfsögðu er hér á ferðinni litla frænka þar til annað kemur í ljós :) Alveg pínku litla frænka, hún er rétt um 10 merkur núna og Edda komin 38 vikur á leið.

Það var ótrúlega gaman á Versló reunioninu á laugardaginn. Ég komst að því að við erum 4 úr bekknum sem erum orðin foreldrar og svo bætist Hildur auðvitað í hópinn í þessum mánuði. Ég veit ekki hvort það var tilviljun sem réði því að við foreldrahópurinn lentum saman á borði á Hótel Sögu í matnum, erum við í alvörunni svona slæm? tölum bara um börnin okkar út í eitt :D Að sjálfsögðu tók ég ekki með nýju myndavélina þannig að ég á engar myndir úr reunioninu :P

Svo stefnir allt í það að við séum að fara að selja Lexusinn sem við vorum að kaupa núna í síðasta mánuði. Ég bara skil ekki hvernig við fórum að því að gleyma að máta það hvort barnavagninn kæmist í skottið, ég á ekki til orð yfir þessu! Reyndar gerði ég bara ráð fyrir því að stór bíll eins og Lexus myndi bara rúma þennan vagn, pældi ekkert í því en annað kom í ljós í gær þegar ég gerði heiðarlega tilraun til að koma honum í skottið. Jésús minn, það var alveg kostulegt að horfa upp á mig hringsnúast þarna fyrir aftan bílinn því ekki nóg með að vagninn kæmist ekkert í skottið, þá er skottlokið líka bilað þannig að það helst ekki uppi og ég þurfti að reyna að halda því með öxlinni á meðan ég var að reyna að troða vagninum í bílinn. Alveg var þetta atriði til að gera mig geðveika.

Þannig að núna erum við búin að plebbast um á Lexus í 3 vikur og þá er bara kominn tími til að fá sér Toyota, gengur ekkert annað :)

Gréta.

föstudagur, september 02, 2005

Myndir

Ætlaði bara að láta vita að ég er búin að setja inn myndir frá Svíþjóðarferðinni okkar á http://www.123.is/gretag.

Annars er mest lítið að frétta svona á milli daga. María Rún er alveg búin að ná sér af eyrnabólgu-snertinum en er dáldið kvefuð, snörlar í nefinu á morgnana og svona, ekkert hress með það að ég sé alltaf með næsedrops-ið ofan í henni í tíma og ótíma :)

Svo er víst 5 ára Versló reunion á morgun! Shjæse, strax komin 5 ár síðan ég kláraði stúdentinn. Hólý mólý, I'm gettin' old. Ég vona að það verði gaman og að sem flestir mæti, þetta verður fyrsta almennilega djammið mitt síðan eftir barnsburð, þ.e. núna verður ekkert skrepp rétt til kl.1. Ég er með útivistarleyfi eins lengi og ég vil! Jé, mér líður eins og ég sé að verða sjálfráða í annað sinn :P

Gréta.