fimmtudagur, september 15, 2005

Back in business

Ég er byrjuð að mæta aðeins aftur í vinnuna. Það má meira kalla það heimsóknir heldur en einhverja hard core vinnu, ég mæti fyrir hádegið á fimmtudögum og kannski á föstudögum líka ef það eru einhver verkefni á lausu. En það er ágætt að komast aftur á vinnumarkaðinn :) Sérstaklega á föstudögum, þá er föstudagskaffi í vinnunni ;)

Svo reyni ég að fara þrisvar í viku í World Class, þar af tvisvar í rassatíma fyrir konur. Svona tímar sem byggja á gamla góða aerobick-inu, alveg án palla (ég myndi nú bara hálsbrjóta mig ef þeir væru notaðir) og svo fullt af kvennsum að hrista af sér skvabbið. Á laugardagsmorgnum er ég svo í fríi frá mæðrahlutverkinu, fer og skokka alveg í klukkutíma og slappa svo af í gufunni í amk. 20 mín *ahhh* ekkert smá notalegt eftir mjög tens vikur eins og þær eru núna á meðan skólinn er í full swing.

Það má segja að helgin hafi kíkt í heimsókn til mín í dag. Ég reyni að hafa fimmtudaga taka-til-daga til að það sé ekki allt í drasli yfir helgina þegar maður vill vera að slappa af, en nei, það var sko nenni-ekki-neinu-dagur í dag. Við María lögðum okkur alveg í 2 tíma og svo var ég alveg til kl.18:30 að safna í mig kjarki til að ryksuga... og þar með var það búið. Eða, jú, ég henti líka öllum gömlu dagblöðunum. Þannig að það verður bara skítugir-sokkar-út-um-alla-íbúð-helgi núna :P Maður kippir sér nú ekki upp við það.

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home