föstudagur, ágúst 19, 2005

Síðasta sumarhelgin



Jæja, bara menningarnótt á morgun... mér hefur alltaf fundist sú helgi marka endalok sumars og þal. upphaf haustsins, enda er skólinn víst að byrja á mánudaginn. Ekki gott mál, þá verð ég út í Svíþjóð og missi af fyrstu vikunni. Er að velta því fyrir mér að kaupa bækurnar í dag og lesa kannski smá í flugvélinni og rútunni. Það er farið svo hratt yfir sögu í Háskólanum að maður verðu að nýta hverja mínútu sem maður hefur aflögu til að lesa, það verður t.d. farið í fyrstu 5 kaflana í einum áfanganum strax fyrstu vikuna! Sem betur fer verð ég bara í þremur áföngum.

Mér finnst ég þurfa að gera svo mikið í dag, veit varla hvar ég á að byrja. Er enþá að reyna að ákveða hvort ég eigi að láta 40.000 nægja úti í Svíþjóð eða hvort ég eigi að taka 50 þangað, ég þarf nefninlega að kaupa 1000 kr. danskar líka... miklar pælingar í gangi. Við ætluðum að reyna að hafa þetta undir 100.000 kallinum í heildina, bara rétt að kíkja í heimsókn til Unu og verlsa smá föt í H&M Rowells fyrir skólann, annars ekkert bruðl. En svo langar mig svo ógó mikið í nýja myndavél, ætla að taka eitt auka kort með mér út ef ég skyldi nú óvart finna draumavélina ódýrara þar en hér, veit ekkert hvort raftæki eru eitthvað ódýrari í Svíþjóð en hér, kemur í ljós.

Ég gleymdi að segja frá nýja bílnum okkar í gær (var svo svakalega ánægð með grautinn að það féll bara allt annað í skuggann :) Leifur fór semsagt til Akureyrar á miðvikudaginn og náði þar í Lexus sem ég hélt að "við" værum að kaupa en svo kom í ljós að hann er svo svakalega ánægður með nýja bílinn að þetta er "hans" bíll og ég má KANNSKI prófa að keyra hann á morgun, laugardag :D Ótrúlegt alveg hvað karlmenn geta verið tilfinningalega tengdir við bíla. Ég leit bara á bílinn og hugsaði: sjálfskipting, stórt skott undir vagninn, rúmgóður aftur í fyrir barnabílstólinn og undir 5 ára aldri = fínt. Þarf ekki mikið meira :) Er sko með fóbíu fyrir eldri bílum en 5 ára, er svo hrædd um að þeir hrynji bara í sundur og séu á verkstæði 2/3 hluta ársins, vil hafa þá það nýja að viðhaldið sé svo gott sem ekkert. Leifi finnst þetta alltaf jafn fyndin athugasemd hjá mér þegar við erum að kaupa nýjan bíl, hann getur auðvitað haldið öllum bílum gangandi enda svo typical bílakall, en æji, ég á bara bágt þegar kemur að "gömlum" bílum.

Það gekk hörmulega að vera bíllaus. Ekki að það væri eitthvað mál að vera bíllaus, við vitum í rauninni ekkert um það, það sko kom bara aldrei til þess að við værum actually bíllaus, þ.e. með engan bíl í höndunum. Fyrst vorum við með bíl frá tengdó í láni í eina viku, svo þegar við þurftum að skila honum höfðu nú ekki færri en 3 ættingjar samband og buðu okkur sína bíla að láni! Talandi um að eiga góða að :) Þannig að við erum búin að vera með bíl frá systur hans Leifs að láni alveg þar til núna að við erum aftur komin á eigin bíl. Þannig fór nú um sjóferð þá.

En best að fara að koma sér að verki, ætla að reyna að komast í gymmið áður en ég fer að pakka niður.

Bæ í bili.
Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home