Sumarprófið
Jæja, þá er maður búin að loka sig af inn í tölvuherbergi og setja stólinn fyrir húninn... það er sumarpróf á mánudaginn *andvarp*.Ég lét verða af því í gærkvöldi að splæsa í nýjan tölvuskjá, svona þunnan og flottan :) Það var ekkert að hinum skjánum, bara hann er svo hrikalega stór að hann tók allt skrifborðið mitt, en núna er þetta allt annað líf, ég get actually komið fyrir bókum hérna á borðinu :)
Við ákváðum að gefa frænda hans Leifs hinn skjáinn. Hann heitir Daníel og er að klára grunnskólann í vetur. Hann er búinn að vera þvílíkt að hrakfallabálkast í sveitinni í sumar, byrjaði á því að fá flís í augað fyrstu vikuna. En svo var það ekki jafn slæmt og menn héldu þannig að hann var bara áfram í sveitinni og stútaði traktornum á bænum, rúmlega 100.000 króna tjón held ég þegar hann þrumaði á einhvern steinsteyptan bita... og svo það sem gerði útslagið núna um síðustu helgi var það þegar ein beljan á bænum puttabraut hann. Brotið var svo svakalegt (opið beinbrot á baugfingri + litli putti eitthvað krambúleraður líka) að fólkið á heilsugæslustöðinni í Vík treysti sér ekki til að gera að sárinu og það þurfti að skutla honum beint í bæinn þar sem gerð var 3 tíma aðgerð á puttanum á honum...
En eins og þá væri ekki nóg komið kom í ljós síðar að læknirinn hafði gert eitthvað vitlaust og það þurfti að rífa allt upp aftur og tjasla honum aftur saman... Þannig að núna þegar hann getur ekki annað en hangið bara heima og kannski verið í tölvunni þá ákváðum við að gefa honum skjáinn okkar því hann á bara gamlan 14" garm sem ekkert getur.
En já, það er lærdómur um helgina, best að koma sér að efninu.
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home