mánudagur, júlí 25, 2005

Bonjela

Svekkelsi ársins, María er ekkert að læra að segja mamma eins og ég hélt, hún er komin með tannpirring! Hehe, það útskírir líka ýmislegt, t.d. afhverju hún er farin að borða á sér neðri vörina, vantar greinilega naghring. Ég rauk auðvitað út í apótek að kaupa Bonjela krem fyrir góminn, in case needed. Þetta útskírðist allt í gær þegar við vorum í mat hjá tengdó, þar eru auðvitað 14 barnabörn og veit fólk þar á bæ sitthvað um svona lítil kríli.

En annað sem gerðist um helgina var að María velti sér af maganum yfir á bakið án hjálpar. Juhú! Ég var svo ánægð að Leifur hélt að við hefðum unnið í Lottóinu... Ekki það að við séum ekki alltaf með 5 rétta þegar við tökum þátt, bara tölurnar eru aldrei í sömu línunni, frekar þreytandi.

Jæja, þarf að fara með bílinn í skoðun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home