Áhyggjur
Það má segja að síðustu dagar hafi einkennst af áhyggjum hjá mér, bæði af stórum og smáum hlutum. Í fyrsta lagi fékk hún Edda botlangakast í fyrradag, en hún er komin rétt 30 vikur á leið og uppskurður því auðvitað mikil áhætta (getur komið fæðingunni af stað). Læknarnir á Lansanum Hringbraut drifu hana engu að síður í aðgerð í gærkvöldi og allt heppnaðist vel :) *PHEW* Við mamma vorum svo stressaðar að við vorum næstum farnar að gráta. Siggi var hins vegar miklu rólegri, sagði mér að Edda væri sjálf bara fegin því hún hefur víst oft fengið svona, á uþb. 4 mánaða fresti síðan God-knows-when. Þetta er mas. í annað skiptið á meðgöngunni sem hún fær botlangakast.Ég get svo svarið það, eru þessir læknar upp á Skaga með þurrkað gras í hausnum??? Ég hélt að óútskíranlegur magaverkur væri yfirleitt vísbending um botnlangakast, og þeim hefur ekkert dottið í hug að tjékka það svona í gegnum tíðina!? Ótrúlegt lið. En jæja, ég vona bara alveg innilega að þessum kafla sé þá lokið hjá henni, leiðinlegt að vera alltaf að fá einhver magaköst.
Aðrar áhyggjur snerta hana Maríu Rún, litlu slefandi rúsínuna mína :) Ég er alltaf að spá í hvort ég sé að standa mig nógu vel sem mamma. Stundum finnst mér ég ekki vera nógu mikið með hana og svo á sama deginum finnst mér kannski að ég sé að gera hana að einhverri mannafælu með því að vera alltaf með hana og láta ekki aðra halda á henni :( Og svo er það mjólkin, mér finnst hún vera orðin alveg ískyggilega lítil, t.d. í gærkvöldi, þá var María alveg öskrandi svöng og gat ekki farið að sofa og samt lagði ég hana þrisvar á brjóstið fyrir svefninn...
Þannig að ef einhver veit um eitthvað mjólkuraukandi mataræði, plís do tell.
Gréta.
1 Comments:
Vá, takk fyrir þetta Eva :) Fer beint í Móðurást í dag.
Skrifa ummæli
<< Home