föstudagur, júlí 08, 2005

Mikið að gera

Það er ótrúlega mikið að gera hjá mér þessa dagana. Ég er á fullu að reyna að lesa fyrir sumarprófin og svo erum við Leifur á fjármálanámskeiði líka. Mjög gaman, í kjölfarið var tekin pólitísk ákvörðun um það á heimilinu að ráðast ekki í íbúðakaup næstu 5 árin eða svo. En það kemur hins vegar til greina að reyna að komast í 3 herbergja leiguíbúð, en við ætlum ekki að gera neitt í þeim málum fyrr en á næsta ári og verðum því í 1 ár í viðbót hérna á Sóleyjargötunni :)

Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara upp á Skaga um helgina, á írska daga... nenni varla ef það verður mikil rigning, en langar samt. *sigh* Ætla að kíkja til Elísu í kvöld, verður svona rauðvínsstemming :) ú, jé, kannski ostar líka og Ritz kex, gott fyrir appelsínuhúðina :P

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home