Skírn framundan
Héðan af Sóleyjargötunni er allt gott að frétta. María er búin að ná sér og allt orðið eins og það á að vera :) Við fórum samt með hana á læknavaktina í gær, bara svona til öryggis. Læknirinn hlustaði hana og þreyfaði eftir einhverjum yfirþrýstingi á höfðinu. Svo tók hann upp tækið sem er notað til að athuga inn í eyrun og niður í háls. Engin eyrnabólga, gott mál, en svo þurfti að kíkja niður í háls. Og allt í einu virkuðu tækin eitthvað voðalega ofvaxin fyrir svona lítinn munn og það féll ekki beint í góðan jarðveg að hann skyldi troða frostpinnaspýtunni hálfpartinn ofan í kok til að sjá almennilega. Svo kom í ljós einhver roði í hálsinum þannig að læknirinn vildi endilega taka stroku til að athuga hvort þetta væru sýklar eða bakteríur... og það varð allt brjálað. Læknirinn var afgreiddur sem "vondi kallinn" og geðshræringin var svo mikil að María mátti ekki einu sinni sjá lækninn! En í ljós kom að þetta var bara einhver kvefvírus sem myndi ganga yfir og þetta er alveg yfirstaðið núna :)Við mamma fórum aðeins í dag í Garðheima til að fá hugmyndir fyrir skírnina. Vá, við fórum í marga hringi. Fyrst vildi ég hafa svaka fallegt bleikt þema, búin að finna einhverjar servíettur til að prenta á og allt. En svo fannst mér það eitthvað svo ómögulegt því það voru allir bleikir litir svo eins þarna í Garðheimum. Þá kom í ljós að grænt er til í Garðheimum í öllum tónum, alveg æðislega sumarlegt, en við nánari umhugsun fannst okkur það of fermingarlegt og blár eða fjólublár kemur heldur
ekki til greina því það er svo strákalegt. Þá datt okkur í hug fallegt sumarþema með gulum, orange og ferskjulitum, en það voru ekki til neinar sítrónugular servíettur með mynstrinu sem ég var búin að velja. Þá þurftum við að hringja í Guðnýju frænku og athuga hvort hún gæti reddað þessum servíettum fyrir okkur í heildsölunni og hún sagði okkur að hún væri með servíettur frá þessari heildsölu í Húsgangalindinni. Þannig að við fórum þangað og núna er ég búin að velja einhverjar tropical servíettur með blómi á, voðalega sætar :) Ætla að bera þær undir Leif í kvöld til samþykktar.
...þannig að bara það að velja servíettur fyrir skírnarveisluna er búið að kosta ferðir á 3 staði og viðtal við 4 manneskjur, auk þess sem ekki er alveg búið að ákveða hvernig kertin eiga að vera... hvernig verður þetta ef maður skyldi einhvern tímann fá þá flugu í hausinn að gifta sig!? Ó mæ got, ég held að hugmyndin mín um að fara bara til Vegas og fá Elvis-Presley-Drive-through-wedding sé kannski ekkert svo slæm, myndi spara hellings vangaveltur og tilstand :D
Gréta - komin í skírnargírinn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home