föstudagur, júní 10, 2005

7 vikur

Í gær varð María Rún 7 vikna gömul og mér finnst eins og það sé alveg svakalega mikið að gerast akkúrat núna. Í þessari viku fór hún allt í einu að halda haus, hjala, brosa og uppgötva á sér hendurnar! Alveg ótrúlegt :) Núna finnst mér hún vera orðin svo mikið barn, hætt að vera bara lítil dúkka sem getur ekki neitt. Já, og svo er líka eitt í viðbót með þessa viku, hún er farin að mótmæla því þegar hún á að fara að sofa á kvöldin. Jessörí, nóg að gera þessa dagana.

Á morgun förum við svo í kvennahlaupið ásamt ömmu Öddu og langömmu Dóru, verðum þarna fjórir ættliðir í góðum gír :) Við stefnum á 5 kílómetrana, má ekkert minna vera. Nema ef það verður leiðinlegt veður, þá fer maður bara minnsta hringinn :P

Annars vona ég að ég verði nú orðin eitthvað hressari á morgun, er búin að vera eins og undin tuska síðustu tvo daga eða svo. Hundleiðinlegt, hef litla matarlyst en reyni samt að borða svo mjólkin haldi sér, en það er búið að vera eitthvað lítið í brjóstunum hjá mér á kvöldin. Bobba ljósmóðir var reyndar búin að segja mér að börn tækju vaxtakippi á ca. 3 vikna fresti (síðsati vaxtakippur var í 2.-3. viku) og þá þurfa börn meira að drekka og mamman nær ekki að halda í við börnin með mjólkina. Þetta ætti að taka 2-3 daga að lagast ef ég er bara dugleg að borða og leggja barnið á brjóst. Samt alltaf leiðinlegt að vera slappur, ég fæ stundum svimaköst, finnst það nú ekki spennandi, sérstaklega þegar ég er að halda á Maríu þegar það gerist :( Ég er farin að taka vítamín til að reyna að verða hraustari.

Gréta.

ps. smá bið á myndunum, ætla að setja eitthvað inn núna á sunnudaginn :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home