fimmtudagur, júní 02, 2005

Fæðingarorlof

Jæja, dáldið síðan maður skrifaði eitthvað síðast! En það er helst að frétta að við Leifur fórum í bíó í gær :) Siggi og Edda pössuðu á meðan og það gekk bara allt alveg eins og í sögu. Ég var samt í týpísku móðureðlisstresskasti allan tímann og var á mörkunum að halda söguþræði í myndinni. Tjékkaði símann minn á 5 mínútna fresti og hringdi tvisvar heim í hlénu :) Jæja, svona er þetta bara.

Annars er ég nú ekki hress þessa dagana með fæðingarorlofið okkar Leifs. Mér finnst þetta algjört rugl. Maður fær 80% af meðallaunum sl. 2 ára í laun á mánuði og það er svo langt frá því að vera 80% af þeim ráðstöfunartekjum sem við erum vön að hafa að við lentum bara í vandræðum núna um mánaðarmótin :( En sem betur fer vorum við "saved by the bell" eða saved by LÍN réttara sagt, þar sem þeir greiddu mér námslánin mín. En já, mér finnst þetta bara hræðilegt, það er nú ekki eins og útgjöldin hjá manni dragist eitthvað saman við það að bæta við einni manneskju á heimilið! Þetta var víst lengt úr 12 mánaða meðaltali í 24 mánuði á sínum tíma til að fá réttara meðaltal og koma í veg fyrir að fólk væri að svindla á kerfinu (með því að vinna alveg geðveikislega mikið eftir að óléttan væri orðin ljós). Ég segi nú bara að kerfið er að svindla á okkur með þessu útspili, ekki eru launin framreiknuð til dagsins í dag (þær upphæðir sem ná 24 mánuði aftur í tímann) og svo ef maður ætlar að eignast annað barn þá verður maður að bíða í 3 ár til að gamla fæðingarorlofið komi ekki inn í nýju útreikningana þannig að maður væri með 80% af 80% launum í orlof... Ég gæti fengið ofnæmiskast af pirringi.

Á morgun er sumarbústaðaferð :) vííí, gaman, gaman. Förum á Bifröst og verðum þar fram á sunnudag. Þannig að því miður kemst ég ekki í afmælið þitt Þóra mín, verð ekki í bænum. En við höldum bara aukaafmæli við tækifæri, kannski þegar Elísa kemur heim frá Norge :)

Jæja, ætla að fara að pakka niður. Góða helgi!

1 Comments:

At 11:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hjartanlega sammála þér.

Fólks sem er búið að vinna t.d. 1 ár eftir að það er nýbúið í skóla - það tapar feitt á þessu. Oftar en ekki verður kallinn að vinna til þess að ráðstöfunartekjur verði nægar.

Kv. Stígur
p.s. hef flutt 123.is á betri tengingu :)

 

Skrifa ummæli

<< Home