Nokkrar myndir
Héðan úr Sóleyjarhreiðrinu er allt gott að frétta. Bobba kemur til okkar á hverjum degi til að fylgjast með og leiðbeina við brjóstagjöfina og annað. Hún gerði reyndar smá rassíu áðan þegar hún sagði okkur að það þyrfti að taka blóðprufu úr hælnum hjá litlu dömunni. Ég fann mjög til með henni og skildi alveg að hún var ekki ánægð með framgang mála á tímabili. En hún fékk að hugga sig við brjóstið þannig að það fór allt vel að lokum :)Ég er búin að setja inn nokkrar myndir (ég veit að þessi uppsetning er ekki að fara að vinna til hönnunarverðlauna ;) Þær eru teknar þegar mamma og pabbi komu í heimsókn fyrsta daginn okkar. Litla fjölskyldan öll hálf sjúskuð og ósofin eftir nóttina :)
En núna er ég að spá í að fara að leggja mig aðeins. Þessi litli labbakútur heldur nefninlega að hún sé að missa af einhverju á nóttunni og neitar að sofa þá :) Þannig að við fórum ekki að sofa fyrr en um 6 leitið í morgun! Gaman, gaman.
2 Comments:
Enn og aftur til hamingju með littlu dömuna. Frábært að fá að sjá myndir af henni - hún er algjört bjútí.
Bestu kveðjur úr Grafarvoginum
Hildur og bumbubúi
Sæl Greta,
innilegar hamingjuóskir með dömuna. Gaman að sjá myndir af ykkur. Það er nú gott að allt gekk vel.
Kærar kveðjur frá Þýskalandi
Helga systir Þóru
Skrifa ummæli
<< Home