þriðjudagur, apríl 05, 2005

Allt rólegt enþá

Hér á Sóleyjargötunni er allt með kyrrum kjörum enþá. Reyndar eru svo svakalega mikil rólegheit í gangi að ég nenni ekki einu sinni að byrja á þessu eina skólaverkefni sem ég á eftir að gera... ætla að taka mér tak á morgun og líta á það.

Þrátt fyrir kulda og snjó þessa dagana er ég í alveg svakalegu sumarskapi :) Ég fór í neglur í gær og klippingu og strípur í dag, alveg svaka pæja! Leifur setti líka sumardekkin undir bílinn sl. föstudag... það er auðvitað ekki að því að spyrja að síðan þá hefur varla stytt upp snjókoman hérna í höfuðborginni, alveg dæmigert.

Jæja, það er kannski eitthvað pínu smá byrjað að gerast, ég finn svona einhvern seiðing í leginu yfir daginn, en mér skilst að það sé fullkomlega eðlilegt og ekkert til að stressa sig yfir. Það er ekki fyrr en maður getur varla andað og alls ekki svarað öðru fólki sem maður getur farið að huga að því að fara upp á spítala :)

Jæja, best að hlamma sér fyrir framan sjónvarpið!
Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home