fimmtudagur, mars 17, 2005

Meira af hreiðurgerðinni

Ef þetta er ekki týpískt fyrir ólétta konu þá veit ég ekki hvað. Nú, það kom í ljós með skiptiborðið sem við Leifur fengum lánað hjá systur hans að það vantaði einn hnúð á eina skúffuna. Ekkert mál, við bara beint út í IKEA til að kaupa "einn hnúð og ekki neitt meira" eins og Leifur ítrekaði orðrétt fyrir mér á leiðinni inn... Í dag er kominn nýr sófi, nýtt sófaborð og nýr borðstofuskápur heim en þeir áttu því miður ekki hnúð eins og okkur vantaði :D

Jei, ég er svo ánægð með nýja sófann, það er actually hægt að liggja í honum án þess að drepa á sér bakið + að það er líka pláss fyrir Leif að liggja í honum án þess að við séum í algjörri kremju. Það er náttúrulega alveg bráðnauðsynlegt fyrir okkur að eiga góðan sófa, ég meina, við erum nú á leiðinni í fæðingarorlof og ég hef heyrt að það sé lítið annað fyrir okkur að gera á kvöldin en að hanga fyrir framan imbann fyrstu mánuðina! Svo þetta var bara gott múv.

Svo fórum við á foreldrafræðslunámskeið í gær. Ég var bara mjög ánægð með tímann, ljósmóðirin fór í gegnum lok meðgöngunnar og fæðinguna auk þess sem við fengum lánað myndband heim til að horfa á (líka um fæðingu). Ég er öll aðeins rólegri núna varðandi stóru stundina, var búin að vera pínu stressuð við tilhugsunina enda kannski bara eðlilegt þar sem þetta er eitthvað sem ég hef aldrei gengið í gegnum áður. Leifur aftur á móti limpaðist alveg niður og er meira stressaður núna varðandi fæðinguna heldur en áður. En ég held að það hafi bara verið eitthvað tilfallandi, hann á eftir að verða stoð mín og stytta þegar þar að kemur. Hefur alltaf verið það hingað til :)

Ekkert meira að frétta í bili.
Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home