Góður sunnudagur :)
Það er ekki hægt að segja annað en að dagurinn í gær hafi verið minn dagur frá A-Ö :)Ég átti afmæli og það var konudagurinn. Leifur keypti handa mér hjúts blómvönd, alveg æði. Svo hélt ég afmæliskaffi fyrir vini og vandamenn og það kom alveg strolla af fólki allan daginn. Reyndar kom svo mikið að fólki að ég þurfti að skipta boðinu niður í fyrri og seinni helming. Fyrri helmingurinn var fjölskyldan mín, mjög rólegt og settlegt boð á milli kl.14 og 16. Seinni helmingurinn var (kjarna)fjölskyldan hans Leifs sem mætti eins og stormsveipur á svæðið seinni partinn og tjúttaði húsið vel upp, 18 manns og þá erum við ekki einu sinni að tala um fulla mætingu því Una og fjölskylda eru náttúrulega úti í Svíþjóð :) Sem betur fer var Elísa á svæðinu og hjálpaði mér því Leifur brann yfir í uppvaskinu og flúði úr eldhúsinu. Næst munum við hafa vit á því að vera með pappadiska...
Ég fékk alveg æðislega flott armband frá the in-laws, veit ekki alveg hvað það heitir en það er svona handsmíðað silfurarmband með altarismyndum á. Fékk líka mjög fallegt frá Elísu og Þóru í kaffistells-safnið mitt og föt frá Leifi og fullt af blómum og bók og fleira, ég hef bara ekki átt svona stórt afmæli frá því ég var lítil :)
Svo um kvöldið bauð Leifur mér á Argentínu steikhús, mátti nú ekkert minna vera! Ég var alveg Big time Happy Bunny eftir allt þetta :)
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home