mánudagur, febrúar 07, 2005

Lítill hæll

Hæ aftur!

Verð bara að bæta því við að ég fann fyrir litlum hæl núna áðan. Í fyrsta skipti sem ég finn svoleiðis :) Ekkert smá fyndið að það kom svona pínu kúla út til hliðar á stóru kúlunni. Ég fór auðvitað eitthvað að pota í litlu kúluna til að athuga hvað þetta væri og þá fann ég bara að þetta var ilin á Bumbu og hún kippti að sér fætinum eins og ég hefði kítlað hana aðeins.

Ótrúlega gaman! En já, það eru nú samt 2 kg og 10 cm í að Bumba sé tilbúin að koma í heiminn þannig að það er best að reyna að halda ró sinni yfir þessum málum enn um sinn...

Gréta.

1 Comments:

At 5:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ its me, Þóra. Ooooooohhh krúttí......

 

Skrifa ummæli

<< Home