Nýtt óléttuvandamál
Það er dáldið greinilegt að bumban er að stækka all svakalega þessa dagana. Ég var að borða kex í gær og tók eftir því þegar ég var búin að það var svona hálft kexið hvílandi framan á mér :þ Eitthvað sem ekki hefur verið vandamál hjá mér áður... svo var annað, tók eftir því þegar ég sat við sjónvarpið um daginn að bumban á mér hvíldi út á miðjum lærum! Shitt, hvað það var eitthvað skrítið. Og ég sem er rétt komin 30 vikur á leið, mér er alveg steinhætt að lítast á blikuna.Svo er nú 7 mánaða markið að nálgast, nákvæmlega vika í það núna. Spurning hvort ég fari að fara að hvíla mig á því að mæta í gymmið. Ég fór áðan og var á skíðatækinu í 40 mín. Þetta var svo máttlaust hjá mér að tækið fór hvað eftir annað á pásu (sem gerist ef maður fer svo hægt að tækið er við það að vera stopp). Og svo gekk ekki neitt að teygja eftir á, bumban var alls staðar fyrir, alveg sama hvaða teygju ég tók :(
*Andvarp* jæja, ætli maður þurfi ekki að fara að kíkja aðeins í bók svona til hátíðarbrigða. Fyrst ég er nú einu sinni skráð í skólann og svona :)
Bæ, bæ,
Gréta.
2 Comments:
Hæ its me, Þóra. Ertu nokkuð með tvíbura?? Bara þú ert svo svakalega stór, og varðs það mjög snemma????? :)
Nah, það var alla vegana bara eitt stykki spriklandi grislingur þarna inni þegar ég fór í sónarinn :)
Mamma varð alveg HJÚTS þegar hún gekk með mig (sást ekki á henni þegar hún gekk með Sigga bró) þannig að það gæti passað að ég sé með litla stelpu...
Skrifa ummæli
<< Home