föstudagur, janúar 28, 2005

Gaman í gær :)

Dagurinn í gær var alveg einstaklega vel heppnaður. Ég reyndi nú að myndast við að taka aðeins til heima áður en stelpurnar kæmu í heimsókn. Það tók svo á að skúra alla þessa 10 fermetra heima sem ekki eru teppalagðir að ég þurfti að leggja mig í klukkutíma áður en ég gat haldið áfram með daginn :þ

Svo eldaði ég hinn eina sanna kjúlla a la Siggi, réttur sem getur bara ekki klikkað, no matter what. Hann er líka ódýr sem skemmir nú ekki. Þetta er uppskriftin ef einhver vill prófa:

1 bakki kjúllabitar
1 flaska BBQ sósa
1-2 msk. appelsínumarmelaði
1-2 msk. púðursykur
4-5 msk. soyjasósa

Öllu blandað saman í eldfast mót og kjúllabitunum komið fyrir í bakkanum og látnir baða sig í sósunni inn í ofni í ca. 60 mín við ca. 150°C. Annars er ofninn heima eitthvað snarklikkaður, ekki með blæstri og ég hef mínar grunsemdir um að hann sé hátt í 200°C þegar ég er með hann stilltan á 150°C... En já, þetta er bara svona. Svo er líka æði að sjóða hrísgrjón og hella svo soðinu sem verður eftir yfir grjónin og nota með sem sósu (Sósan er dáldið slísí í lúkkinu, marmelaðið býr til skemmtilega kekki í hana og svona, þess vegna er best að hella henni bara saman við grjónin).

Svo var slátrað eins og einni skúffuköku frá Myllunni með nóóóóg af rjóma *slurp* Maður fann bara fyrir auknum æðaþrengslum eftir kvöldið... En já, kvöldið endaði svo með því að Leifur bauð mér í bíó á Elektra sem er alveg SKELFILEGA léleg mynd. SHITT hvað hún er slöpp, sem betur fer voru þetta boðsmiðar, ég hefði farið að gráta ef við hefðum í alvörunni borgað okkur inn á myndina. Myndin er jafn slöpp og aðalleikkonan er sexý. Maður sá eftir svefninum sem maður var að missa þarna undir lokin (við fórum nefninlega á 10 sýningu og komum þá heim um kl.00.30). En jæja, svona er þetta :)

Lovelý, loksins að koma helgi, það verður spennó að sjá Idolið í kvöld!

Bæjóz,
Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home