þriðjudagur, janúar 25, 2005

Blóðprufan mikla afstaðin

Það er ekki laust við að ég hálf skammist mín fyrir að setja þetta á netið. Allt kom mjög vel út í mæðraskoðuninni í gær :) Topp einkunn sem ég fékk hjá henni Bobbu ljósmóður. En varðandi blóðprufuna, þá var þetta nú bara þannig að hún stakk smá gat á einn putta og kreisti út einn blóðdropa til að athuga með járnið... *sigh* allt þetta stress fyrir þennan eina dropa! ómægot... jæja, ég er nú ekki með fóbíu fyrir svoleiðis, en Leifur var samt á hliðarlínunni tilbúinn að grípa mig ef það skildi líða yfir mig :)

En já, Þóra og Elísa, það er kominn tími á girly-night. Heima hjá mér næsta fimmtudag kl.18.00 sharp! ekkert 6-ish eitthvað, ég verð með mat og fínerí. Fyrst kjúlla í dýrindis BBQ-appelsínusósu með brúnum grjónum og grænmeti. Og svo þegar við erum búnar að vera duglegar í hollustunni þá hristi ég fram úr erminni eitthvað djúsí, rjóma fyrir Elísu, salt fyrir Þóru og súkkó fyrir mig :) *slurp* It's gonna be GREAT!

Gréta.

1 Comments:

At 4:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hello there honey allveg geðveikt blogg , er allveg að fara yfirum af hlátri herna en best að fara að koma ser i fötin og sprikklast heim til u !!!! endilega halltu áfram , hressir mann ekkert sma við

 

Skrifa ummæli

<< Home