sunnudagur, janúar 23, 2005

Óléttusagan so far...

Þetta er pínu langur texti, en alls ekki leiðinlegur. Bara smá update á það hvernig undanfarnar 29 vikur hafa verið hjá mér, eða síðan ég varð ólétt :)

Here goes:

Ég byrjaði svosem ekkert að finna nein óléttueinkenni fyrr en eftir að ég vissi að ég væri ólétt. Velti því stundum fyrir mér hvort einkennin hefðu látið á sér standa ef ég hefði ekki vitað hvað væri í gangi, efast samt um það :)

Man að ég var einmitt í cutdowni þessar fyrstu vikur, fyrir Flórida ferðina okkar Leifs. Díses, hvað ég hef aldrei séð matarplan fara fyrir lítið á jafn stuttum tíma... bókstaflega ALLT varð til þess að ég yrði sjóveik og missti matarlystina. Þetta var svona "quick shift from low-carb-high-protein to low-carb-plain-sugar diet". Jey, í kjölfarið algjört orkufall og svefn í lágmark 16 tíma á sólarhring.

Svo kom Flórídaferðin, 7 vikur inn í óléttuna, einmitt viðkvæmasti tíminn. Just my luck. Til að gera langa sögu stutta þá þarf mjög lítið til að óléttar konur ofhitni og það að vera stödd í hitabylgju í Orlando í miðjum ágúst var meira en ég þoldi með góðu móti. Var eins og frönsk kartafla sem hefur verið hituð upp í örbylgjuofni alla dagana. Gátum líka ekki gert allt sem við höfðum planað, eins og að fara á djammið í Downtown Disney, bömmer.

Eftir að við komum heim byrjaði skólinn, og ég hef aldrei upplifað jafn mikil átök við að koma mér í skólann, ekkert eðlilega erfitt að eiga að vera mætt í eitthvern tíma kl. 8:15, og ég sem var alltaf svo mikil A manneskja, ekki meira en 2 mánuðir síðan ég vaknaði án vekjaraklukku kl. 5:50 til að fara í gymmið að hlaupa! Ég upplifði mig sem algjört failure.

Í 12. viku urðu breytingar, sem betur fer :) Fór í sónar og fékk að sjá Mallakút í fullu fjöri, byrjaði líka að vinna hjá Deloitte í sömu viku. Var að farast úr stressi um að fyrirtækið myndi hætta við að ráða mig fyrst ég væri orðin ólétt, en það reyndist ekki vera neitt mál, æði. Í þessari viku byrjaði ég líka að fara aftur í gymmið, eftir 3 mánaða aðgerðaleysi. *Sigh* gafst upp eftir 12 mínútur á "hlaupabrettinu" á 3,5 km/klst hraða, held að það sé ca. gönguhraði 2 ára barns...

Fram að 16. viku þótti mér bara nokkuð gott að ná að fara 2-3 í viku í gymmið, en það er svipað oft og ég mætti þegar ég var off-season fyrir óléttuna. Matarræðið var enþá all hrikalegt, svona frá sjónarhóli fitness-fans, en mér var eiginlega alveg sama. Reyndi bara að borða jafn mikið hollt líka og ekki gleyma prenatal vítamínunum. Þetta varð auðvitað til þess að ég þyngdist mjög hratt, búin að bæta á mig 6 kg. eftir fyrstu 4 mánuðina. Ég upplifði mig voðalega feita á þessu tímabili og reyndi að fela það sem þó sást.

Í 16.-20. viku reyndi ég eftir megni að mæta ekki sjaldnar en 4 sinnum í viku í gymmið, en með hverri vikunni sem leið breyttist æfingaáætlunin mín. Hugmyndin var að taka léttar alhliðaæfingar með lóðum, svona til að halda grunnstyrk og formi, en sökum hormóna þá voru öll liðamót bara við það að gefa sig, svo það var blásið á lóðin hið snarasta og bara farið í tækin. Svo endar sennilega með því að það eina sem ég geri er að fara á bretti / skíðatæki og gera óléttuyoga, en það er allt í lagi.

Keypti mér sko óléttuyoga myndband úti í Flórida, ægilega ánægð með þetta allt saman. Það eru 3 konur að sýna, hver á sínum þriðjungnum í meðgöngunni, svo maður getur auðveldlega aðlagað æfingarnar að stærð bumbunnar. Man hvað þetta var nú ekkert að ganga upp hjá mér fyrst þegar ég fór í gegnum spóluna; allar konurnar stóðu þarna tignarlega í stríðsmanninum og þulan talaði um það seiðkenndri röddu að maður ætti að anda djúpt og opna brjóstið og "finna slökunina og tenginguna við the growing baby inside". Ég var í andnauð og svitakasti á stofugólfinu og við það að fara úr mjaðmalið af áreynslu við að halda mér í stöðunni... komst svona 20 mínútur inn í æfingarnar af 40.

Eftir 20 vikna meðgöngu ákvað ég að nú gengi ekki svona óheft matarræði lengur, búin að þyngjast alveg um kíló á viku sl. mánuð, ekki að það sé af hinu illa, held það hafi nú meirihlutinn alveg farið í barnið, en það sem ég er að meina er hollustan. Ég var löngu hætt að finna fyrir ógleði og það að fá sér nammi á hverjum einasta degi var bara orðinn ávani, sem var svo EKKI auðvelt að losna við :(

Ókey, við 24 vikna markið hafði nú aðeins hægst á þyngdaraukningunni, "ekki nema" 70 kg. þann 18. desember... *sigh* og jólin rétt að byrja :S Svo kom smá óléttubömmer rétt fyrir jólin þegar bæði Þórey og Anna Lára áttu sín kríli, þá var ég eitthvað bara í svona Palli-var-einn-í-heiminum-ólétt-alveg-fram-yfir-páska fíling! :S Og ekki bætti úr skák konur sem hrópuðu upp yfir sig þegar ég sagði þeim með stolti að ég væri komin rúma 5 mánuði á leið: "Jesús minn hvað þú ert myndarleg miðað við að vera bara komin 5 mánuði á leið!" Ókey, 2 orð hérna, "myndarleg", algjörlega annað orð yfir búrhveli og "BARA", mér finnst rúmir 5 mánuðir bara alveg ótrúlegt þrekvirki og finnst ég vera búin að vera ólétt forever hreinlega, ekkert eitthvað BARA með það. Er að spá í að fara að hætta að telja vikurnar upp á við og fara að telja niður á við núna. "15 vikur eftir"... hljómar það ekki betur en "komin 25 vikur á leið"? Og já, eitt í viðbót, alveg eins og ég hafði spáð fyrir um þá var æfingaplanið komið niður í eingöngu skíðatæki í 30-40 mín og svo teygjur. Kannski svona til hátíðarbrigða einu sinni í viku eða sjaldnar sem ég reyndi að bjarga því sem bjargað verður með þessa vaxandi bingóvöðva á former tricep svæðinu mínu :(

28 vikur þann 15. janúar. Juhú! Ekki nema 12 vikur eftir. Man hvað mér fannst ég vera komin langt á leið þegar ég var bara gengin 12 vikur... back in the days hreinlega. 28 vikur = 6 1/2 mánuður. Þetta var góður tímapunktur að tvennu leyti: #1 ég var loksins orðin alveg sátt og já, bara ánægð með það að vera ólétt. Hætt að fá áfall þegar ég leit í spegil yfir þessari bumbu og geng um með hana af miklu stolti en er ekki að velkja mér upp úr því hvernig ég gæti litið út ef ég væri ekki ólétt og að æfa á fullu. #2 farið að ganga miklu betur með matarræðið heldur en fyrstu 2 þriðjungana af meðgöngunni (ekki seinna vænna) eftir að ég fór að halda matardagbókina aftur :) Ég sé það reyndar núna þegar ég lít yfir gagnaskráninguna mína að þyngdaraukningin hefur verið að meðaltali 2 kg. á hverjum 4 vikum sem mér finnst svo sem ekkert hræðilegt, en þetta kom í kippum á tímabili, það var mjög óþægilegt, miklir vaxtarverkir og álag á bumbuna að þyngjast mjög hratt.

Nú er ég komin ca. 29 vikur og það gengur allt rosa vel :) Bloggin verða aðeins styttri og jafnari eftir þessa romsu. Fylgist með!

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home