Svekkelsi ársins
Jaman, bara kominn mánudagur already :) Alltaf gaman að vera mætt hress og kát í vinnuna á mánudagsmorgni (þetta er ekki kaldhæðni, mér finnst mánudagar mjög góðir dagar... af einhverjum yfirnáttúrulegum ástæðum sem enginn skilur).En já, svekkelsi ársins var núna á laugardaginn :( Þannig er að Leifur var skráður til leiks í íslandsmeistaramótinu í bekkpressu en svo fór bara allt í steik og hann mátti ekki keppa. Ástæðan? Hann mætti 10 mín. eftir að vigtun keppenda lauk og var því fallinn úr keppni. Ég tók auðvitað upp hanskann fyrir minn mann og hundskammaði yfirdómarann, hvurslags skipulagsleysi þetta væri eiginlega á þessari keppni. Það stóð nú ekkert um þessa keppni yfirhöfuð á www.kraft.is þar sem skráning fór fram, ekki einu sinni hvenær mótið sjálft ætti að byrja, hvað þá kl. hvað vigtun væri! Þá var hann bara eitthvað "já, menn eiga nú að vita svona..." Vita svona!? Afhverju er það eitthvað sjálfsagt að menn sem eru að keppa í fyrsta skipti "viti bara eitthvað svona". Þá fór hann nú eitthvað að bakka með þetta og ætlaði kannski að gefa Leifi sjéns því það munaði bara 10 mínútum en þá kom einhver annar dómari og sagði að þetta væri of seint, auk þess sem Leifur á ekki spandex galla sem allir keppendur þurfa víst að vera í ... *andvarp*
Nú, auðvitað vorum við hundsvekkt yfir þessu, Leifur búinn að vera að undirbúa sig í 3 vikur undir þetta og svo bara eitthvað svona
f?%&ing shit sem veldur því að hann fékk ekki að keppa :( Lummó. En jæja, við reynum bara að redda spandexgalla fyrir næsta ár og vita hvenær við eigum að mæta, tala nú ekki um ef skipuleggendur mótsins láta svo lítið að setja inn á síðuna hvenær menn eiga að mæta, þá ættum við að rúlla þessu upp :)
Luv,
Gréta.
1 Comments:
Hæ its me, ÞÓRA. Skvísa er að þvælast fyrir mér svo stafirnir eru eitthvað að klikka hérna... ANYWAYS úbbs. Þakka kærlega fyrir mig.. kjúklingarétturinn var alveg að gera sig.. Ótrúlega góður :þ Og ógeðslegu dómarar.. auðvitað ekki að tilgreina heldur þetta mál með spandex gallann... trísis kræst.. Ömurlegt! Þið ættuð bara að hafa þetta american way og sue the bastards.. Fyrir tilfinningalega kreppu, vonbrigði og geðsveiflur, og auðvitað fyrir þetta athugunarleysi að láta keppendur vita af svona hlutum!!! Skítapakk.... :)
Skrifa ummæli
<< Home