mánudagur, febrúar 07, 2005

100 cm markinu náð

Hæ, hæ,

jæja, það gerðist um helgina, ég náði 100 cm stærð þar sem mest er yfir bumbuna! Jé, officially orðin ofur-bumba. Ég er farin að fá smá sjokk þegar ég lít í spegil þessa dagana, þetta er alveg crazy ástand. Samt er ég nú ekkert byrjuð að slitna enþá (7, 9, 13...). En ef það á að gerast, þá hlýtur það sko að fara að gerast á næstunni, vona bara það besta, eða öllu heldur það minnsta :)

Ég er líka farin að reka bumbuna í allt, sérstaklega þegar ég er að versla í matinn, ætla að labba að kjötborðinu eða eitthvað og bara *bonk*, stoppa alveg lengst frá borðinu. Og svo þegar ég er að bursta tennurnar á kvöldin, þá þarf ég að lyfta bumbunni aðeins upp og láta hana hvíla á vaskinum :D alveg lovelý. Verð samt að viðurkenna að ég er secretly farin að vona að barnið komi aðeins fyrir tímann, t.d. við 38 vikna markið sem telst nú hvort sem er alveg full meðganga :) Líka miðað við öll spörkin, þá finnst mér eins og frk. Bumbu liggi dáldið á að komast út :)

Annars er lífið bara rólegt þessa dagana, reyni að hvíla mig vel um helgar og Leifur er alveg í bullandi yfirvinnu við að nudda á mér bakið, táslurnar og Bumbu alla daga og stjana við mig á allan hátt, alveg yndislegt :)

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home