Valentínus í dag :)
Hæ, hæ,gaman í dag því það er Valentínusardagurinn! Mér er alveg sama þó það sé einhver bandarískur siður, mér finnst aldrei of margir dagar í árinu sem hægt er að helga ástinni. Eftir allt þá er gott samband ekkert sjálfsagður hlutur :) En það verður nú samt sennilega lítið um gjafir hjá okkur Leifi í ár. Ég ætlaði að kaupa þvílíkt krúttó "Love you forever" nærbuxur handa honum í gær en það var ekki heimild á Svarta kortinu :( Total bömmer. Svo fær Leifur ekki útborgað fyrr en á morgun þannig að hann er dead brók líka, svo við ákváðum á skyndi-fjölskyldufundi í gær að fresta bara Valentínusardeginum okkar fram á næstu helgi. Þá á ég líka ammæli! Jei, vonandi getum við gert eitthvað skemmtilegt þá. Kannski maður ætti að halda afmælisveislu...? Æj, ég sé til, ekkert hægt að djamma eitthvað feitt þegar maður er komin 7 mánuði á leið.
Annars þá er það helst að frétta með óléttuna að ég er hætt að borða nammi. Eða svona, já, ekkert heilagt sko, fékk mér t.d. eina kleinu í gær, en það sem ég er að meina er að ég passa mig miklu meira núna en ég hef gert alla meðgönguna hingað til. Ástæðan er aðallega sú að ég er farin að borða minna en áður og ég vill bara að það sem þó fer inn sé að gera eitthvað gagn og nammi gerir ekki mikið gagn fyrir líkamann. Ég held í alvörunni að ég sé komin undir 2000 kcal á dag í neyslu, eða alla vegana finnst mér ég skrifa voðalega lítið í matardagbókina mína, kannski ég prófi að reikna út kaloríurnar við tækifæri. Mig minnir að óléttar konur eigi að reyna að vera í kringum 2200 kcal á dag, man það samt ekki alveg, en ég er eiginlega alveg viss um að ég er ekki að ná því :( Jæja, vona bara að eitthvað af þessum 16 auka-óléttukílóum geti farið í að dekka það sem upp á vantar :)
Jæja, best að koma sér í vinnuna,
bæjó!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home