7 mánuðir
Vííí, 7 mánuðir komnir núna :)...eða svona miðað við það að ég er sett 9. apríl þá er það svona ca. núna sem ég er komin 7 mánuði á leið. Það er þannig séð ekkert að frétta, Bumba heldur áfram að dansa á hverjum degi (er að senda mér einhver mors-merki akkúrat núna á meðan ég er að skrifa, biður sennilega að heilsa bara :), ég er orðin 74 kg. og hef ekki þorað að mæla á mér magann síðan ég varð 100 cm. Þetta þýðir að ég er búin að þyngjast um 16 kg. Svo miðað við statistics þá á Bumba eftir að bæta á sig 2 kg. áður en að fæðingu kemur en á móti gæti ég lent í því að léttast pínu þar sem ég get orðið ekkert borðað vegna plássleysis innvortis. Þannig að... Bobba ljósmóðir sagði mér samt að búast við heildarþyngdaraukningu upp á ca. 18 kg. I don't care þannig séð, ég hélt að ég myndi fara alveg upp í 20 kg!
Alla vegana er það þannig að á meðan ég er ekki með óléttuvandamál eins og flökurleika, lystarleysi og króníska þreytu þá finnst mér bara fínt ástand á mér, sama hvað þyngdinni líður :) Auðvitað segir þyngdin samt aðeins til sín, ég get voða lítið orðið hreyft mig, fer í fislétta göngutúra í WorldClass þegar ég mæti og get eiginlega ekkert teygt eftir á út af bumbunni og svo eru greinilega einhver losunarhormón farin í gang því ég held að ég sé við það að fara úr mjaðmalið á hverjum degi, sérstaklega þegar ég þarf að klæða mig í skóna, það er orðið alveg 10 mínútna prógram að gera það :)
Gréta - the Dancing Bumb
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home