Happy birthday girl!
Til hamingju með daginn Elísa mín :)Ég held að þetta eigi eftir að verða gott ár fyrir þig sweetie, alla vegana er mjög bjart yfir fyrsta degi 25. aldursársins, það vottaði bara fyrir sólarupprás í morgun þegar ég fór í skólann! Það er eitthvað við fyrstu sólarupprás komandi vors sem fær mann til að fara í gott skap og verða yfirmáta bjartsýnn á framtíðina. Ég hlakka til í kvöld, þá verður ammæli hjá okkur stelpunum, ég er búin að baka köku og allt, á bara eftir að græja pínu smá og þá er allt ready :)
Annars þá fór ég í mæðraskoðun í gær, allt fínt að frétta, nema að Bobba gat ekki fundið út hvernig barnið liggur, en það fer samt ekki að verða vandamál fyrr en við 36. viku, en þá á barnið helst af öllu að vera komið í höfuðstöðu. Ef svo er ekki þarf að fara að reyna að snúa því með handafli :( Hljómar ekkert voðalega spennó... svo allir sem einn að krossleggja fingur um að blessað barnið fari nú að snúa sér!
Ég hef nú samt mínar grunsemdir um að það snúi alveg rétt, alla vegana finnst mér vera óvenju mikill þrýstingur upp undir rifbeinin þessa dagana :)
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home