8 mánuðir í dag!
Jei, síðasti mánuðurinn að ganga í garð í dag :)Það er allt rólegt þannig séð, engar meiri háttar breytingar á mér síðustu dagana. Nema kannski það að frekari bjúgrannsóknir í gærkvöldi leiddu í ljós að kálfarnir á mér voru búnir að stækka ummál sitt um 3 cm! Jæks, leist nú ekkert á það. Sem betur fer hjaðnaði bjúgurinn aftur niður í nótt og voru þeir bara 1 cm stærri en fyrir meðgöngu í morgun. Núna er sko komin í gang bráðaáætlun varðandi bjúginn, 1/2 l af lime-vatni á dag + amk. 1 l af hreinu vatni, 1 bolli grænt te og svo sé ég mig tilneidda til að prófa greip :( Mér finnst greip samt mjög óspennandi því það er svo hrikalega súrt, kannski gefst ég upp á því strax í dag...
Ég fór í WorldClass í morgun, mætt hress og kát kl.8:30 :) Það féll nefninlega niður tími í skólanum. Ég fer nú ekki þangað til að gera mjög róttæka hluti, ég tek létta brennslu á skíðatækinu í ca. hálftíma og geri svo teygjur. Mér finnst þetta hjálpa mikið til við mjóbaksþreytu og þreytu í mjöðmunum þannig að ég sé ekki ástæðu til að hætta að mæta á meðan þetta er enn að gera mér gott :) Svo hitti ég Láru frænku í ræktinni, alltaf gaman að hitta einhvern sem maður þekkir.
En núna er kominn tími til að kíkja í heimsókn í Krónuna! Hamstra smá mjólk á meðan þeir eru enþá lifandi. Auðvitað mun Bónus hafa betur í þessu verðstríði, það er bara einhvern veginn þannig. Þeir eru búnir að standa sig best með verðin síðan '89 og einhver smá derringur hjá Krónunni mun ekkert breyta því svo auðveldlega. En það er gaman að breyta til á meðan tækifærið gefst, tala nú ekki um að geta fengið allt á einum stað, Bónus hefur nú ekki verið að rifna úr vöruúrvali hingað til...
Bæjó,
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home