mánudagur, febrúar 28, 2005

Sónar

Hæ, hæ,

Það er ekki laust við það að ég sé dáldið mygluð í dag, var að horfa á Óskarinn alveg til 3:00 í nótt en vaknaði samt kl. 7:00 til að fara í vinnuna! En já, ég hlýt að lifa það af.

Við Leifur fórum saman í sónar í morgun. Það var verið að skoða hvort fylgjan væri enþá lágsæt hjá mér, en það er kallað svo þegar fylgjan er það neðarlega í leginu að hún er fyrir opinu (leggöngunum). Það skapar vandamál þegar kemur að fæðingu því barnið þarf að fæðast á undan fylgjunni til að engin hætta sé á að barnið hljóti skaða af, en eins og við vitum heldur fylgjan lífi í fóstrinu alveg þar til það er fætt. Góðu fréttirnar eru þær að fylgjan er ekki lengur lágsæt, komin langt upp á miðja bumbu þannig að það er alveg greið leið framundan fyrir Bumbu að koma í heiminn :)

Mæling á fóstrinu sýndi að það er núna orðið 10 merkur! Myndarbarn á leiðinni og hjúkrunarkonan sem var að skoða barnið sagði að það sýndi mjög góð þroskamerki. Bumba var á fullu að æfa öndunarhreyfingar og líka að hreyfa munninn, smjattaði og svona :) Þá verða fljótlega komnir tveir smjattpattar á heimilið... *sigh* Já, og svo er barnið líka komið í höfuðstöðu sem er mjög gott, þá þarf ekkert að vera að reyna að snúa því með handafli :)

Meira var það ekki í dag.
Gréta.

3 Comments:

At 3:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ its me, Þóra! Hver er hinn smjattpattinn?

 
At 12:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Segi það nú líka, hver er hinn?

Gott að það gengur vel, þetta er allt að verða tilbúið hjá þér.

Bjarni

 
At 11:30 e.h., Blogger softone said...

Nú hann Leifur Már Þorsteinsson, maraþon smjattpatti á góðum degi!

G.

 

Skrifa ummæli

<< Home