föstudagur, febrúar 25, 2005

Allt rólegt... eða þannig

Hæ, hæ :)

Voðalega er ég eitthvað slöpp í að skrifa hérna inn! Á morgun byrjar vika 34, jééé, allt að koma. Á mánudaginn fer ég svo í sónar! Juhú, hlakka geggjað til :) Meira um það þegar þar að kemur.

Það sem hefur verið að gerast þessa vikuna er að magavöðvafestingarnar eru við það að gefa sig! Alveg ógeðslega sárt, sérstaklega á kvöldin þegar magavöðvarnir eru kannski búnir að þurfa að vinna aðeins yfir daginn, þá er ég með svo mikla verki í sininni sem vöðvarnir tengjast allir í... eða tengjast þeir ekki allir í svona sin?? Æj, ég hef nú ekki lært mikið um mannslíkamann þannig, en þetta er alla vegana eitthvað sem liggur akkúrat í miðjunni upp frá lífbeini að solar plexusinu (miðjan á 6-packinu :)

Í gær var ég t.d. alveg á mörkunum að geta setið tíma í skólanum og þegar ég kom heim gekk ég um eins og tírætt gamalmenni með krippu á hæsta stigi :(
En mér líður ágætlega í dag :) sem betur fer.

Ég er semsagt orðin alveg official aumingi, var að skipta um á rúminu í gær og var bara við það að fá svimakast af áreynslu. Get líka ekki borið neitt lengur, Leifur býður náttúrulega fram vöðvana í að halda á öllu fyrir mig, ég bara eins og fín frú alltaf, þarf bara að halda á veskinu mínu :) Svo er ég líka farin að liggja óvenju mikið upp í sófa, er bara með púlsinn á öllum helstu framhaldsþáttum landsins þessa dagana, eitthvað sem ekki hefur tíðkast hjá mér hingað til.

Þetta er fínn tími! Það voru fullt af konum búnar að segja mér að síðustu vikurnar væru verstar, en blessunarlega hef ég sloppið svo vel við alla líkamlega verki tengda óléttu að mér finnst þetta bara lovelý :) Ég letihrúgast bara alla daga (mæti samt alveg í vinnu og skóla og svona) og það eru bara allir yfir sig ánægðir með það!

Æði, en það verður nú sennilega dáldið snarleg breyting á þessu líferni mínu þegar það verður kominn lítill strumpur á heimilið :) Held að ég sé bara farin að hlakka til.

Gréta.

1 Comments:

At 12:34 e.h., Blogger softone said...

Takk sömuleiðis :) Gaman að fá inn comment, þá veit maður að einhver er að lesa!
Gréta.

 

Skrifa ummæli

<< Home