Vorið er komið og grundirnar gróa!
...með herkjum... en já, ég tók eftir því í morgun að það eru komin nokkur græn strá í garðinn! Ég fylltist strax yfirgengilegu bjartsýniskasti og fór að þrífa bílinn á fullu, alveg með rúðuspreyjið utan á og allt :) (eins og það eigi eitthvað eftir að endast). Já, og svo var kannski full mikil bjartsýni að ætla að ryksuga allan bílinn með handryksugunni, hefði sennilega verið bara fljótari að tína steinana af gólfinu með höndunum.Annars þá fór ég í mæðraskoðun í gær. Sí-jitt maður, vantar ekki nema 1 kg. upp á að ég sé búin að bæta á mig 20 kg. á meðgöngunni! Oh dear God! Leifur fékk vægt taugaáfall, spurði voða hægversklega hvort það væri ekki "dáldið mikið". Jú, held það sé DÁLDIÐ mikið, svona vægast sagt.
Það er dáldið mikið að gera í skólanum þessa dagana, þess vegna skrifa ég frekar lítið, er t.d. að fara að flytja fyrirlestur í fyrramálið (föstudag) um innra eftirlit fyrirtækja í tengslum við endurskoðun. Já, já, svona er maður nú orðinn hámenntaður einstaklingur, bara eitthvað einangrað lið af fólki sem nennir að tala við mann nú orðið!
En jæja, kominn tími til að fara að lúlla.
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home