mánudagur, mars 14, 2005

Hreiðurgerð

Þessi helgi var alveg einstaklega fín eins og flestar aðrar helgar :) Við Leifur fengum bæði rúm og kommóðu/skiptiborð lánað í búið og fyrir vikið er íbúðin eins mikið á hvolfi og hún gæti mögulega verið. Það hefur ekki verið svona mikið drasl í henni frá því við vorum að flytja inn! (svo enginn að koma í heimsókn alla þessa viku...)

Núna vantar okkur bara skiptiborðsdýnu, sæng, kodda, sængurver, barnabílstól og pakka af bleyjum, þá er allt klappað og klárt :) Svo ætlar systir hans Leifs að lána okkur svona poka til að hafa barnið í (Baby Björn), það er fínt að hafa svoleiðis ef mann langar í smá kengúruleik!

Ég er alltaf á klukkunni þessa dagana að telja niður í stóru stundina. Ég vona að barnið komi í heiminn 9. apríl og ekki mínútu síðar! Vonandi erfði litla skottan það frá mömmu sinni að finnast mikilvægt að mæta á réttum tíma. En ef hún hefur genin hans pabba síns þá gæti þetta léttilega dregist fram yfir sumardaginn fyrsta :(

Það er allt óbreytt frá fyrri dögum varðandi óléttuna. Barnið er mjög líklegast ekki búið að skorða sig þó það sé komið í höfuðstöðuna, amk. finnst mér enþá stundum erfitt að anda þegar ég leggst niður, en léttari andardráttur er eitt af því sem konur ættu að finna þegar barnið er búið að skorða sig. Svo er ég gjörsamlega að detta í sundur á mjaðmasvæðinu ég er með svo mikla þreytu í mjöðmunum og eitthvað viðkvæm á lífbeininu :( Ekki gaman, en sem betur fer eigum við svo gott rúm að ég næ alveg að hvílast og ná þreytunni úr að mestu yfir nóttina :) Þetta væri alveg living hell ef við værum enþá á gamla fangelsis-beddanum.

Þannig að í stuttu máli: allt gengur vel, smá þreyta komin í meðgönguna, heimilið alveg að verða móttökuhæft fyrir barnið og lítil hætta á því að eitthvað sé að fara að gerast fyrir settann dag :)

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home