föstudagur, apríl 01, 2005
Datt í hug að skella inn eins og einni mynd í tilefni dagsins :) Tilefnið er að í dag er 38. viku meðgöngunnar að ljúka, þ.e. á morgun verð ég gengin 39 vikur. Þessi mynd er nú reyndar tekin fyrir 2 vikum síðan, 36 vikna bumba þarna á ferðinni, en hún er svo sem ekki mikið stærri í dag.
Ég er að fara að heimsækja hana Boggu verðandi "skáfrænku" (gift bróður hans pabba). Hún ætlar að lána mér sæng og eitthvað af fötum. Svo förum við Leifur líka í dag að kíkja á bílstól. Alveg verið að leggja lokahönd á undirbúninginn á öllum vígstöðvum!
Fór í mæðraskoðun í gær. Allt gott að frétta, nema bjúgurinn, hann er auðvitað enþá á sínum stað :( En ég held að nýja matarplanið og regluleg hvíld sé alveg að hjálpa til. Passa mig á að hafa mikið af púðum undir fótunum hvenær sem færi gefst :)
Gréta - on the edge.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home