Skírn og skattur
Í gær var skírn hjá Bjarna bró og Önnu Láru. Litli frændi hann Kolbeinn Tumi hefur nú verið vígður inn í samfélag kristinna manna :) Ég fékk nú bara nett sjokk þegar ég sá drenginn, hann er orðinn alveg HJÚTS og ekki nema 3 mánaða...Það verður einmitt spennandi að sjá hvort að litla krílið okkar Leifs verður svona myndarbarn eins og bræðurnir Nói og Tumi eða hvort þetta verður svona strumpabarn eins og öll litlu frændsystkin hans Leifs eru :)
Annars þá fór skírnarathöfnin fram í Akraneskirkju, alltaf svo kósí athafnirnar þar. Nói var alveg einstaklega stilltur og ég var svo stolt af honum þó hann væri nú ekkert mjög mikið að fylgjast með því sem presturinn var að gera :) Tumi var líka eins og hetja, yfirleitt fara börn að gráta við þetta sull í prestinum en hann var alveg sallarólegur. Reyndar svo svakalega afslappaður að hann missti snuðið beint í skírnarvatnið, en það var bara krúttlegt :)
Siggi bró og Helgi bróðir hennar Önnu Láru voru skírnarvottar og Siggi hélt á Tuma undir skírninni og tók sig bara vel út! Svo fóru allir í kaffi og kökur heim í Krókatúnið og pönnsurnar hans Bjarna slógu í gegn eins og venjulega.
En þegar þetta var búið var brunað aftur í bæinn og beint í skattframtalið. Það er af sem áður var þeir ljúfu dagar þegar maður átti alltaf inni pening hjá skattman, núna skuldum við tæpan 100.000 kall sem þarf að punga út í haust :( Algjör bömmer...
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home