40 vikur
40 vikur í dag og það gæti bara ekki verið minna að gerast :( Ég er komin með kvef, og vaknaði 5 sinnum í nótt til að pissa og sníta mér, ömurlegt. Ég svaf alveg til kl. hálf tólf í morgun, örugglega slappleiki út af þessu kvefi og næturbrölti.Svo er ég alveg með verki í fótunum (sérstaklega þeim hægri) og nálardofa í höndunum annað slagið út af bjúgnum. Bjúgurinn er búinn að sjatna alveg pínu pínu lítið, Leifur kallar mig samt enþá Chief Big Foot (en það er indjánanafnið mitt til skiptis við Chief Slow Thoughts :) Ég held bara áfram í adúkí baununum og túnfífilstöflunum, ekkert annað að gera.
Í dag er stefnan sett á að klára skólaverkefnið og svo ef ég nenni, ætla ég kannski að fara í göngutúr í kringum tjörnina. Anna Lára var búin að benda mér á að góður göngutúr gæti komið hlutunum af stað, en akkúrat núna er bara svo leiðinlegt veður að ég nenni varla að labba út í bíl, hvað þá í kringum tjörnina!
Gréta - komin á tíma.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home