Adúkí baunir
Hey, hey :)Fór í mæðraskoðun í gær. Legið mældist 1 cm minna heldur en síðast, það þýðir að barnið er búið að færast neðar í grindina sem aftur þýðir að það er farið að styttast í annan endann á þessari meðgöngu :) Allt fínt að frétta, blóðþrýstingurinn kominn upp í 125/80 sem er það mesta sem hefur mælst hjá mér - það telst samt ekki alvarlega hátt fyrir ólétta konu komna 9 mánuði á leið. Svo er bjúgurinn náttúrulega á sínum stað. Ég hringdi í Heilsuhúsið og spurði hvort það væri í lagi fyrir óléttar konur að taka eitthvað vatnslosandi og er núna að taka túnfífilstöflur og adúkí baunir til að reyna að slá á bjúginn.
Adúkí baunir eru svampar fyrir líkamann skv. Dr. Gillian McKeith (úr þáttunum You are what you eat). Það þarf að sjóða þær alveg í klukkutíma svo þær verði mjúkar undir tönn, þær lykta líka illa en góðu fréttirnar eru þær að það er bara ekkert bragð af þeim! Þannig að nú verður þessum baunum blandað út í alla kvöldrétti á þessu heimili þangað til bjúgurinn er farinn.
Ég var ekkert voðalega hress þegar Bobba ljósmóðir gaf mér tíma í mæðraskoðun aftur í næstu viku, m.a.s. ekki fyrr en á miðvikudaginn! Ég er gengin nákvæmlega 40 vikur á morgun, laugardag, og langar bara ekki baun í bala að vera enþá ólétt næsta miðvikudag :( *andvarp* En svona til að dreifa huganum þá keypti ég mér púsl í gær. Þetta er púslumynd af litlu englabarni. Þegar það er tilbúið verður myndin sett í ramma og hengd upp fyrir ofan barnarúmið. Lítill verndarengill settur á vaktina að vaka yfir litla krílinu :)
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home