41 vika
Ég er nokkuð viss um að ég byrjaði þennan dag á að andvarpa. 41 vika í dag og enþá 12 tímar eða meira á milli "hríða", eða með öðrum orðum: ekki baun að gerast! Mér var bæði illt í höndum og fótum undan bjúgnum og ég get svarið að augun í mér voru ekkert smá þrútin líka. Samt geri ég ekki annað þessa dagana en að hvíla mig finnst mér. Ég sef á nóttunni (vakna reyndar á 2 tíma fresti til að pissa) og legg mig svo alveg upp í 3 tíma á daginn líka. Ég fer að fá legusár :(Systir hans Leifs kom heim frá Svíþjóð í gær þannig að við fórum upp í Reynihvamm í smá systkina-partý :) Það var mjög gaman. Hún kom með vagninn með sér sem verður sængurgjöf til okkar frá öllum systkinum Leifs. Hann er ekkert smá flottur :) Og svo er líka hægt að breyta honum í kerru.
Að öðru leiti er ekkert að frétta, barnið kemur alveg örugglega ekki í dag og sennilega ekki á morgun heldur. Ég fer í mæðraskoðun strax kl.8:30 á mánudaginn og læt í mér heyra þá hvernig staðan er :)
Gréta - byrjuð að mygla.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home