fimmtudagur, apríl 14, 2005

Öll trixin í bókinni

Ég er núna officially búin að gefast upp á því að reyna að koma fæðingunni af stað. Ég er búin að reyna allt frá göngutúrum yfir í massívar hreingerningar og það gerist bara ekki neitt!

Ég fór í mæðraskoðun í gær. Heilsan er nú aðeins að dala, það mældist einhver smá eggjahvíta í þvagi, örlítið hærri blóðþrýsingur en í síðustu viku og bjúgur. Saman geta öll þessi atriði verið vísbending um meðgöngueitrun eða fóstureitrun, sem hljómar nú ekkert svakalega vel sko... En Bobba sagði að þetta væri samt ekki það mikið að við þyrftum að hafa áhyggjur. Ég sagði henni líka að mér finndist eins og hreyfingarnar væru búnar að detta niður svo hún skellti mér í mónitor.

Mónitor er bara línurit frá nemum sem fylgjast með hjartslætti fóstursins og samdráttum í leginu mínu. Ég var nú pínu oggu poggu að vona að hún myndi lesa eitthvað úr línuritinu á þessa leið: "Já, það er ekki eftir neinu að bíða, við setjum þig bara í gang strax í fyrramálið! Þetta þolir enga bið lengur." En nei, nei, þetta var mjög "hamingjusamt línurit", merki um það að fóstrinu líði mjög vel og sé alveg eins og það á að vera. Well, það voru líka góðar fréttir :)

Það eina góða við þetta allt er að ég get mætt í skólann, einmitt í lokatímana þar sem kennararnir eru að tala um prófið og svona, alltaf gott að komast í þá tíma. Bumba er greinilega með gen frá báðum foreldrum, genin hans Leifs að mæta ekki á réttum tíma og genin mín að vera svona tillitsöm við mömmu sína og leyfa henni að klára skólann áður en hún kemur í heiminn :)

Gréta.

3 Comments:

At 4:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ its me Þóra..
Æ hvaða krúsilíus! Þá er það nú víst bara að bíða og bíða :) Þetta hlýtur nú að fara að gerast... dæ rí ræ... hlýtur bara!!... helduru það ekki annars??!!

 
At 12:45 e.h., Blogger softone said...

Mú... jú, jú, svona líffræðilega séð getur meðgangan ekki bara fjarað út í ekki neitt :) Ég vona bara að þetta endi ekki í einhverju veseni eins og keisaraskurði eða mjög erfiðri fæðingu.

Gréta.

 
At 4:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ its me again
Já ég vona það nú líka :/ Hvaaa! Þetta á örugglega eftir að vera bara í fínasta lagi..

 

Skrifa ummæli

<< Home