Mæðraskoðunin
Ég fór í mæðraskoðun í morgun og var sett aftur í mónitor. Staðan er þannig að það eru ágætis samdrættir í gangi og skoðun leiddi í ljós að leghálsinn er að mýkjast. En eggjahvítan í þvagprufunni er búin að aukast aðeins meira þannig að ég fékk ströng fyrirmæli um að hvíla mig bara næstu 2 daga, eða þangað til á miðvikudaginn þegar ég á að mæta aftur í mæðraskoðun. Ef ég hef ekki farið sjálf af stað þegar þar að kemur verður tekin ákvörðun um það hvernig ég verði sett af stað. Þannig að símhringingar og sms um það hvernig gangi eru vinsamlegast afþökkuð í bili (þakka samt umhyggjuna sem allir eru að sýna :)Ég sendi út "fréttatilkynningu" ef eitthvað gerist, en að öllum líkindum mun barnið koma í heiminn annað hvort á föstudaginn eða laugardaginn.
Gréta - sófakartafla skv. læknisráði.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home