Komin með dagmömmu!
Já, það hljómar kannski dáldið snemmt að vera komin með dagmömmu ekki nema 3 vikna gömul, en svona er markaðurinn í dag, þétt setið um dagmömmurnar. Við erum svo heppin að þekkja nokkrar góðar dagmömmur og svo vel vildi til að Súsý frænka (Leifs og Maríu) átti laust heilsdagspláss fyrir okkur frá og með 1. nóvember nk. :)
Annars þá vantar okkur pössun í nokkrar klst. í næstu viku. Þá eigum við Leifur 3 ára afmæli saman og ætluðum að fara út að borða. Þetta var planað með miklum fyrirvara en svo í gær þá tilkynnti barnapían (Siggi frændi og Edda) forföll vegna veikinda :( Það er nú ekkert mál að passa, það fylgja svo góðar leiðbeiningar með börnum nú til dags ;)
Gréta.
1 Comments:
Ég skal ég skal ég skal... ég get líka.. Ekki vandamálið :)
Verðum í bandi!
B.kv. Þóra
Skrifa ummæli
<< Home