þriðjudagur, maí 03, 2005

María Rún

Litla skvísan er komin með nafn :) Eftir nokkuð miklar vangaveltur völdum við Leifur nafnið María Rún. María er valið úr Biblíunni eftir Maríu mey, guðmóður allra barna og Rún er í höfuðið á langömmu Rúnu, því hún hefur helgað líf sitt börnum og er líka sú manneskja sem var mér hvað kærust þegar ég var sjálf lítil stelpa (næst á eftir mömmu og pabba :) Það verður samt ekki skírn fyrr en í júní, meira um það síðar.

Fyrir utan nafngiftina þá er nú frekar lítið að frétta. Ég hef ekkert komist í tölvuna til að skrifa þar sem ég var að berjast við að lesa undir próf sem ég fór í í gærmorgun. Ég held ég hafi aldrei á ævinni haft jafn marga daga til að lesa og komist yfir jafn lítið af efni og ég gerði fyrir þetta próf. Ég er samt nokkuð bjartsýn á að vera í kringum 7 í einkunn, finnst það ágætlega sloppið miðað við barneign fyrir minna en 2 vikum síðan :) Veit ekki alveg hvort ég komist í hitt prófið sem er á þriðjudaginn í næstu viku, jeminn hvað það verður leiðinlegt að lesa undir sumarpróf :(

Jú, svo fór ég í yoga tíma í gær :) Það var svakalega hressandi, ég gat auðvitað liggur við ekki neitt, allir liðir frekar stífir og slappir eftir meðgönguna, en samt alveg merkilega hressandi. Mig langar að fara í einhverja mömmutíma með Maríu, verst að það er svo dýrt... bömmer.

Jæja, best að fara að mammast aðeins, einhver er að kalla :)
Gréta.

3 Comments:

At 10:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Æðislegt nafn :) Ótrúlega flott!
Gangi þér vel í prófunum Gréta
Verðum svo í bandi beib
Þóra

 
At 12:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með nafnið á littlu dömuna. Og gangi þér sem allra best í prófinu á þriðjudaginn.
Kv. Hildur og kúlan

 
At 11:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, enn og aftur til hamingju með dúlluna og nafnið hennar. Mér finnst þú rosalega dugleg að vera í prófum og með nýfætt barn. Var að lesa bloggið um fæðinguna líka, frábær lýsing. Það jafnast ekkert á við að fá barnið sitt í heiminn.

B.kv.
Bjarni

ps
Rannveig ljósmóðir tók líka á móti Nóa :)

 

Skrifa ummæli

<< Home