miðvikudagur, apríl 27, 2005

5 daga skoðunin



Í gær fórum við með litlu í 5 daga skoðunina. Hún er alveg að standa sig eins og hetja, búin að ná fæðingarþyndginni sinni og gott betur en það, ljósurnar spurðu hvort við værum að gefa henni eitthvað meira en bara brjóstið :)

Það var svo einstaklega mikil veðurblíða hérna í miðbænum í gær að við Leifur ákváðum að fara í jómfrúrferð með nýja vagninn. Fórum nú ekkert langt, löbbuðum í kringum litla hlutann af tjörninni. En þessi vagn lofar mjög góðu, hún steinsvaf bara alsæl með lífið og tilveruna.

Svo upplifði ég dáldið merkilegt í gærkvöldi. Ég ákvað að skreppa út í sjoppu eftir vídjó og áttaði mig á því að það var í fyrsta skipti í rúma 9 mánuði sem ég var alveg ein á ferðinni, engin Bumba eða neitt. Ég var hálf lónlý, þó ég væri nú ekki frá heimilinu nema í kannski 20 mínútur. Leifur sagði mér líka að í fyrsta sinn frá því ég átti þá var sú litla mjög óróleg á meðan ég var úti, svona eins og hún hafi skynjað að mamma var ekki á svæðinu. Skrítin tilfinnig að vita að maður er mikilvægasta manneskjan í lífinu hjá svona litlu kríli :)

3 Comments:

At 5:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ hæ fjölskylda
Gott að sjá að þið hafið það svona gott :) Krúttlegt að hún hafi saknað mömmu sinnar svona.. En er allt í lagi að fara með hana út svona litla?? Bara spyr... er náttúrulega enginn séni í þessum málum.. he he!
Síjú sún
Bæjó, Þóra.

 
At 6:56 e.h., Blogger softone said...

Tja, ég veit það svosem ekki :P Það er miðað við að barnið sé alla vegana komið yfir fæðingarþyngdina sína og að velja dag þar sem veður er frekar gott. Hún kvartaði alla vegana ekkert svo þá er örugglega allt í lagi :)

Gréta.

 
At 12:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já ok. Ég skil :) Flottar myndir Gréta, þú verður að fara að skella inn fleirum. Maður verður að hafa eitthvað að gera svona inn á milli þess að lesa fyrir prófin..

Bið að heilsa heim
Yours trúlí...
Þóra

 

Skrifa ummæli

<< Home