fimmtudagur, maí 05, 2005

2 vikna í dag

María er orðin 2 vikna gömul og í dag þurfti ég að pakka niður öllum minnstu fötunum hennar :( Ég fékk nett þunglyndiskast yfir þessu, ég vil að hún verði litla rúsínan mín í amk. mánuð í viðbót! Ég skil ekki alveg þessar fatastærðarmerkingar á barnafötum, það þarf að fara að update-a þann pakka eitthvað. María telst örugglega ekkert vera eitthvað risa barn og samt er hún farin að nota "3-6 months" stærðir, þetta þykir mér undarlegt í meira lagi.

Það kom hjúkka í heimsókn til okkar í gær, ungbarnaeftirlitið. Hún var ánægð með það hvað María er að þyngjast vel, orðin 4 kg. rúmlega núna :) en hins vegar fannst henni það ábyrgðarleysi á hæsta stigi að ég skyldi ekki hafa verið heima þegar hún kom (ég hafði skroppið aðeins að útrétta). Hélt smá ræðu um brjóstin á mér, að það þyrfti að vera með ullarstykki yfir þeim ef ég færi út og að ég ætti að hvíla mig og svona. Ég lofaði bót og betrum :)

3 Comments:

At 1:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hún verður örugglega farin að nota 6-9 mánaða í næsta mánuði. Ég hef tekið eftir þessu líka með stærðirnar, það er eins og við séum risar. Og annað sem ég hef ekki enn fengið botn í á barnafatamerkingum: "Keep away from fire".
?!?!?!?

B.kv.
Bjarni

 
At 5:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ótrúlegt að littla daman sé orðin 2 vikna strax. Alveg lýgilegt hvað tíminn líður hratt.

Kv
Hildur

 
At 8:29 e.h., Blogger softone said...

Já, I feel old already... Maður er óléttur alveg forever en svo eftir að barnið er fætt er það orðið eins árs áður en maður nær að snúa sér við! Ótrúlegt...

Gréta.

 

Skrifa ummæli

<< Home