mánudagur, maí 23, 2005

From schwabs to abs :)

Jæja, ég er byrjuð að mæta í World Class aftur. Byrjaði á því að taka málin, svona rétt að athuga hvernig ég kem undan vetri ;) Og viti menn, þrátt fyrir þyngdaraukningu aldarinnar (26 kíló takk fyrir) þá eru ekki nema 6 alvöru auka kíló sem sitja eftir núna þegar mest öll einkenni óléttu eru að hverfa :) Það gefur svo sem auga leið að maginn á manni er dáldið koddalegur þessa dagana, mjööög mjúkur, en ég stefni að því að laga það á næstu 12 vikum.

Annars þá erum við að tapa okkur í fasteignadraumum þessa dagana, það verður nú að redda sér herbergi fyrir litlu prinsessuna! Við fundum einhverja blokkarholu upp í Grafarvogi og leist ægilega vel á þetta allt saman. Svo fór tengdapabbi með að skoða eignina og úthúðaði henni svo svakalega að við erum steinhætt við íbúðina... Æj, það er nú bara þannig að þegar maður býr í 72 ára gömlu húsi (með upprunarlegum gluggum og eldhúsinnréttingu og þar fram eftir götunum) þá er standardinn ekkert svo voðalega hár. Okkur fannst bara æðislegt að það væri tvöfalt gler í gluggunum og eitthvað svona, tókum ekkert eftir því að gólfdúkurinn var eitthvað lummó, svalirnar snúa í austur og að það er svakalega hljóðbært á milli íbúða. *andvarp*

En ég ætla að fara að manna mig upp í að setja inn fleiri myndir á þennan fína vef sem ég fékk aðgang að hjá Stíg, búin að taka smá hrúgu upp á síðkastið :)

Gréta.

1 Comments:

At 8:55 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, gleðilegt sumar, loksins. Bara að senda kveðju.

Bjarni

 

Skrifa ummæli

<< Home