Rólegheit
Vá, eitt það skemmtilegasta við að vera í fæðingarorlofi er að maður veit aldrei hvaða dagur það er! Með eindæmum vandræðalegt stundum, eins og núna um síðustu helgi, ég fattaði það svona á laugardeginum að það væri hvítasunnuhelgin :) Og svo í dag, þegar Sóleyjarfjölskyldan fór saman í picknic upp í Heiðmörk, þá hélt ég að það væri sunnudagur...Ah, picknic ferðin var góð, pínu rok, ekkert alvarlegt samt. Ótrúlega hressandi að fara svona út undir bert loft, sérstaklega þegar maður hangir mikið heima eins og ég geri þessa dagana.
Það bauðst hrúga af fólki til að passa Maríu :) Takk everybody, alveg innilega, gott að vita hverja maður má bögga með pössun í framtíðinni ;) En þetta fór nú þannig að við Leifur frestuðum því að fara út að borða því Leifur tók upp á því að fá hálsbólgu í fyrradag, þannig að það eru bara rólegheit í gangi. Svo fékk hann líka þá fínu hugmynd að grilla bara fyrir mig heima, það verður alveg spes laxagrill a la Lebbi *mmmm* Sennilega verður það bara núna á laugardaginn yfir Eurovisioninu, maður má nú ekki missa af því!
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home