Áfram Ungverjaland!
Við horfðum á undankeppnina í gærkvöldi. Ég held að ég sleppi því að úthúða þessu Pétur Pan outfitti hennar Selmu, það er búið að segja allt sem segja þarf um það mál í öðrum fjölmiðlum. Hins vegar finnst mér þessi undankeppni hálf eyðileggja alvöru Eurovision keppnina. Núna er maður búinn að setja sig inn í 10 lög af hvað mörgum, 24? og þekkir þau aftur. Það var spilað eitthvað 15 sekúndna klipp af þeim lögum sem fara beint í aðalkeppnina og ég hugsaði bara "hvaða tað er nú þetta?" um flest lögin þar. Mér finnst þetta bara ekki gott mál... en ég held með Ungverjalandi á morgun, þeir voru flottir í gær.En að öðrum málum, þá er María orðin 1 mánaða! Hjúkkan kom í dag og mældi hana, hún er búin að þyngjast um rúmt kíló frá fæðingu. María telst líka ekki lengur vera nýburi, bara orðin stór stelpa :) Reyndar finnst mér hún vera orðin svo svakalega stór að ég skil bara ekkert í því að hún sé ekki farin að labba...
Gaman að fylgjast með svona litlu kríli, hún er farin að móta smá persónuleika og tjáir sig ekki eingöngu með gráti (eins og ég hélt að öll smábörn gerðu). Reyndar hefur hún bara einu sinni grátið svona í alvörunni, þegar hún fékk einhvern magaverk eitt kvöldið. Annars tjáir hún sig með hjali, sýgur hendurnar þegar hún er svöng og gefur frá sér smá kvörtunartón ef það þarf að skipta um bleyju eða láta hana ropa. Mér finnst hún alveg súperklár að geta gefið okkur Leifi svona mismunandi merki, það er eins og hún viti að við séum algjörir byrjendur í foreldrahlutverkinu, hún er mjög þolinmóð við okkur :)
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home