þriðjudagur, júní 07, 2005

Tími til að framkalla

Vá, ég var að fara yfir myndirnar okkar í gær og fattaði að ég hef ekkert látið framkalla síðan í janúar. Það kom á daginn að það eru rúmlega 50 myndir sem þarf að framkalla og ég ákvað að vera hagsýn húsmóðir og senda þær til USA í framköllun. Kostnaður við það (með sendingarkostnaði til Íslands) eru rúmar 800 ÍKR :) Cool.

Annars þá gleymdi ég að segja frá 6 vikna skoðuninni sem við fórum í síðasta fimmtudag. Það gekk allt ljómandi vel, María kom vel út og læknirinn hrósaði henni meira að segja sérstaklega fyrir að vera svona dugleg að reyna að halda haus, en það er bara alveg að verða komið hjá henni :) (Eðlilegur tími er allt fram á 3 mánaða aldur sagði læknirinn okkur).

Sumarbústaðaferðin var mjöööög fín, fengum æðislegt veður og allt var eins og best verður á kosið. Við vorum með ógeðslega mikið dót, samt reyndi ég að pakka niður bara því allra nauðsynlegasta, en vagninn hennar Maríu tók nánast all skottið og svo þurfti ömmustóllinn líka að koma með og alls konar svona stórt dót. Það hefði ekki komist svo mikið sem ein radísa í bílinn þegar við vorum tilbúin. Þannig að það var bara góð sardínu stemming í bílnum á leiðinni og mjög gott að ekki tekur nema 1,5 klst. að keyra að Bifröst :) Set inn myndir fljótlega!

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home