Fyrstu veikindin :(
Í gær varð María veik í fyrsta sinn. Við Leifur skildum ekkert í því hvað hún var eitthvað önug allan daginn, bara grátandi yfir öllu. Svo fór þetta versnandi þegar leið á kvöldið og hún var svo með hita í nótt og alveg hágrátandi á ca. klukkutíma fresti. Ég fór út í apótek í morgun og keypti stíla. Eftir einn svoleiðis gat hún loksins sofnað (og við líka) og ég vona að hún sé aðeins betri núna :) Amk. fór hún ekki að gráta þegar hún vaknaði til að drekka áðan. En semsagt, þessi veikindi eru ástæða þess að ég gat ekki sett inn myndirnar í gær eins og ég ætlaði að gera. Set þær inn fljótlega.En fyrir utan gærdaginn þá var helgin bara nokkuð góð. Við fórum í kvennahlaupið á laugardaginn og það var alveg æðislega gaman. Ég er með alveg dúndrandi harðsperrur í úlnliðunum, fattaði ekkert að það myndi taka dáldið á að vera með vagn á undan sér í heilan klukkutíma :)
Á laugardagskvöldið pössuðu amma Adda og afi Gunni á meðan við Leifur fórum aðeins út. Það kvöld gat afi Gunni fengið Maríu til að hlæja, fyrstur allra! Ótrúlega krúttlegt.
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home