Innbrot
Úff, dagurinn í dag byrjaði ekki vel. Ég kom út hress og kát kl.5:45 í morgunn á leið í World Class og kem að bílnum okkar öllum opnum :( Fyrst hélt ég að við hefðum gleymt að læsa bílnum því það voru engin glerbrot inn í bílnum, en svo sá ég að hér hafði einhver "fagmaður" verið á ferð, því litla rúðan á afturhurðinni hafði verið spennt upp í heilu lagi og búið að leggja hana snyrtilega í aftursætið á bílnum.*Andvarp* Þetta var auðvitað hundfúlt og mjög óþægileg tilfinning að lenda í þessu, en á sama tíma þakkaði maður sjálfum sér fyrir að hafa haft vit á því að geyma aldrei neitt merkilegt í bílnum. Reyndar var vagninn okkar enþá í bílnum frá því að ég var upp á Skaga um helgina, það hefði nú verið amk. 50.000 króna tjón að missa hann :(
En svona í alvöru talað, hvaða heilvita maður nennir að standa í því að brjótast inn í bíl með Aiwa græjum í? Enda kom á daginn að græjurnar voru enþá í bílnum :D Gaurinn hefur séð hvurslags drasl þetta var hjá okkur og ekki nennt að standa í þessu, þannig að það eina sem var tekið voru geisladiskar og eitthvað svoleiðis smotterí. Og viti menn, auðvitað er sjálfsábyrgðin hjá tryggingafélaginu akkúrat það tjón sem við urðum fyrir! Dæmigert. "Eins gott að vera tryggður" missti Leifur frekar kaldhæðnislega út úr sér niðri í Sjóvá í dag ;)
Það er ljós punktur í þessu öllu saman að við þurfum ekki að kaupa nýja rúðu (sem er dýr) og að Leifur kann auðvitað alveg að setja hana í (sem er líka dýrt að láta gera fyrir sig), þannig að við sluppum eins vel frá þessu innbroti og hægt var. En núna er semsagt enn einn Hagkaupspokinn kominn utan á bílinn hjá okkur :P Samtals 3 stk.
Aðrar fréttir eru þær að ég fór með Maríu í 2 mánaða skoðun í dag (orðin tveggja mánaða! Dear god). Hún kom vel út en var ekki búin að þyngjast jafn mikið og hún hefði átt að gera skv. kúrfunni, ég held að þar sé veikindunum um að kenna. En svo fórum við nú til ömmu Rúnu seinni partinn og henni fannst María alveg nógu feit! Mér fannst dáldið fyndið að heyra hana segja þetta, en ég held hún hafi auðvitað verið að meina í góðum barna-holdum.
Gréta - alltaf eitthvað á mánudögum.
1 Comments:
Hæ hæ
Jésús.. það var eins gott að engu merkilegu var stolið! Andsk-- óþokkar eru þetta!!
Loksins orðið smá rólegt í vinnunni.. og maður getur svona kíkt á blogg og eitthvað :) Takk fyrir mig síðustu helgi Gréta og María. Ég skemmti mér mjög vel með ykkur í pottinum og ég hlakka til að við getum endurtekið leikinn!
Bið að heilsa..
Þóra
Skrifa ummæli
<< Home