sunnudagur, júní 19, 2005

17. júní

Jæja, þá er enn ein helgin afstaðin og verð ég að segja að þessi var alveg óvenju góð :) Reyndar ætlaði hún nú bara engan endi að taka, ég verð alltaf svo dagavillt á þriggja daga helgum... Á 17. júní var, eins og flestir tóku eftir, alveg einstaklega gott veður þannig að við ákváðum að rúlla einn hring í bænum með Maríu. Keyptum blöðru og allt! Svo var farið í grillveislu til Bjögga og á Batman seinna um kvöldið. María fékk að vera hjá ömmu og afa á meðan (foreldrum Leifs) og hún var algjör engill hjá þeim, svaf bara vært.

Á laugardaginn fórum við mæðgurnar svo upp á Skaga, aðeins að hitta Nóa og Kolbein :) Það var fínt, kíkti líka í heita pott með Þóru, alltaf mjög afslappandi að komast í svoleiðis. Ekkert smá flottur pottur sem mamma hennar á, ú jé. Og svo var bara heima-að-horfa-á-video-dagur í dag, 3 sófakartöflur í mestu makindum í allan dag.

En þessa vikuna kom smá bakslag í megrunina, í staðinn fyrir að missa hálft kíló þyngdist ég um hálft kíló :( Það var búið að ganga fínt alveg frá því ég byrjaði í byrjun maí (6 vikur) en núna fór allt í steik. Og þá er bara eitt að gera: seek professional help! Hringdi í Jonnu og fékk hjá henni Herbalife, ótrúlega gaman, hún gaf mér litla bók með þar sem maður skrifar niður matarræðið, hreyfingu og framfarir í málunum (mitti, mjaðmir og allt það). Og þeir sem þekkja mig vita nú að það er eins og að gefa litlu barni litabók að láta mig fá svona, ég á eftir að fylla hvern einasta reit í bókinni samviskusamlega út næstu 30 daga.

Veikindin hjá Maríu í byrjun síðustu viku spiluðu nú dáldið inn í það að ég missti tökin á megruninni, ég fór ekkert að versla og í 3 eða 4 daga var ekki til neitt af viti að borða. Það voru til 5 tegundir af morgunkorni en engin mjólk, fullt af kartöflum en hvorki fiskur né kjöt og eitthvað af áleggi en ekkert brauð. Semsagt, alveg svakalega mikið af engu. Og þegar maður er að reyna að létta sig skiptir miklu máli að borða rétt, þ.e. fá sér hollan morgunmat, borða skynsamlega yfir daginn og svo að fá sér eitthvað hollt í kvöldmatinn. Ekki bara grafa upp gamla kakósúpu og fá sér CocoaPuffs kúlur og eitthvað svona drasl. Þá verður maður nefninlega svo miklu svangari en ef maður borðar eitthvað hollt og gott. Því miður eða sem betur fer, þetta stendur allt og fellur með matarræðinu.

Þannig að núna verður bara keyrt á síðustu 5 kílóin sem ég þarf að losna við næstu 30 daga eða svo og Leifur ætlar að vera sérstakur styrktaraðili og tryggja að það séu alltaf til bananar og undanrenna fyrir Herbalife-ið :) Sjáum til hvort ég næ þessu takmarki.

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home