þriðjudagur, júní 28, 2005

Skírnin búin

Jæja, þá er skírnin afstaðin. Hún gekk alveg eins og í sögu og engar óheppilegar uppákomur áttu sér stað í miðri athöfn ;) María brosti mas. aðeins til prestsins í athöfninni, voða krúttlegt. Mamma og Helgi bróðir hans Leifs voru skírnarvottar.

Veislan var í Garðhúsum eftir athöfnina og ég held að við mamma höfum bara komið nokkuð vel út í skipulagi skreytinga og veitinga. Siggi bró var á myndavélinni og ég set inn það sem hann tók fljótlega, þarf að komast í vélina hans fyrst.

Mig langar að þakka öllum kærlega fyrir sem lögðu hönd á plóginn með veisluna, sérstaklega mömmu og tengdamömmu sem voru í eldhúsinu bara allan tímann að hita upp kaffi og brauðrétti og sjá um að halda veislunni gangandi. Pabbi var í forsvari við að útvega stóla og borð, tengdamamma gerði pönnsufjall og kókosköku, systur hans Leifs gerðu fullt af réttum og Bjarni og Anna Lára gerðu eitthvað svaka flott sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir :P Tengdapabbi gerði líka núðlurétt fyrir þá sem vildu ekki bara kökur og það var slegist um þann rétt. Og síðast en ekki síst miklar þakkir til hans Helga fyrir skírnartertuna, sem var mjög góð. Marsípantertur eru stundum dáldið væmnar á bragðið en þessi var einmitt ekki þannig, mann langaði að klára kökuna *slef*

María fékk alveg ótrúlega mikið af gjöfum, við erum ekki einu sinni búin að opna þær allar, þurfum að taka þetta í smá skömmtum, en það eru nokkur sæt armbönd, hálsmen, föt og bangsar búnir að koma í ljós :) Að ógleymdum Georg sem borðar nú allt klink á heimilinu í öll mál...

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home