Það eina sem er betra en Oreo...
er súkkulaðihjúpað Oreo! *Mmmmmmm* En nei, ekki lengur :( Ég þarf að passa hvað ég borða því súkkulaði getur farið illa í brjóstamjólkina og þal. Maríu. *Andvarp* Fyrst 9 mánuðir af niðurdrepandi óléttuástandi og nú þetta, akkúrat súkkulaði sem þarf að vera slæmt fyrir brjóstamjólkina. Óþolandi. María er búin að vera eitthvað slæm í maganum yfir helgina, það gekk hálf illa með hana á Skaganum á írsku dögunum (gátum samt alveg farið, hún bara naut sín ekki nógu vel) og svo þegar mamma og pabbi voru að passa í gær þá grét hún voða mikið...Reyndar kom alveg svakaleg heavy duty diaper í morgun, þannig að hún er búin að vera öll miklu betri í dag :) En það breytir því ekki að súkkulaði þarf að vera down to minimum hjá mér á næstunni *snökt*.
Ég tók svo svakalega á í ræktinni í gær að ég er með harðsperrur á stöðum sem ég var ekki einu sinni að þjálfa. Eða kannski er ég bara að drepast í bakinu undan þessum sætum í Smárabíóinu, alveg ömurleg sæti. Við fórum á Sin City, fín mynd, full mikið ofbeldi fyrir minn smekk, en góð mynd engu að síður.
En núna er víst kominn baðtími hjá Maríu :) Þarf að þjóta.
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home