föstudagur, júlí 22, 2005

Mamm...

Gaman, gaman. María er farin að babbla svo mikið að það er alveg svakalegt. Í dag komst hún mjög nálægt því að segja "mamma", sagði "mamm..." og virtist alveg átta sig á því að mér fannst eitthvað voðalega merkilegt að heyra þetta orð því hún sagði það aftur og aftur fyrir mig :) I'm so proud, barnið farið að tala 3 mánaða gamalt :P Ég bjóst ekki við þessu fyrr en í fyrsta lagi við 5 mánaða aldur, verð að fara að leigja mér einhverjar þroskabækur á bókasafninu, til að vita við hverju er að búast.

Svo er ég með hana í bootcamp í að læra að velta sér :) Ég veit, mér liggur á með barnið, við erum að reyna að ná Kolbeini frænda, en hann hefur nú alveg 4 mánaða forskot! Ef ég er með hana á maganum og leyfi henni að spyrna sér með öðrum fætinum í mig, þá veltur hún yfir á bakið! Jéééé.

Svo er nú allt að rætast úr mjólkurmálunum hjá okkur. Ég fór í Móðurást til að fá te (sem er alveg sjúklega gott, mann langar ekki einu sinni í nammi þegar maður er búin að drekka það, hverjum hefði dottið það í hug?). En alla vegana, þar sagði afgreiðsludaman mér að við 3 mánaða aldurinn breytist mjólkin hjá manni og brjóstin fara að verða alltaf mjúk þó svo að það sé mjólk í þeim. Sem er nú gott að vita því það var einmitt það sem mér fannst vera merki um að það væri engin mjólk lengur :) Og þegar mjólkin breytist svona þá erum við að tala um miklu þykkari mjólk með meiri næringu en áður, þannig að María þarf að hafa meira fyrir því að ná mjólkinni út, semsagt vera lengur á brjóstinu. Með þetta í huga og teið að vopni þá gengur allt í ljómanum hjá okkur núna :)

Gréta - happy mama with a happy talkin kiddó

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home